Ferða- og menningarnefnd 18.03.19

Fundur ferða- og menningarnefndar 18.03.2019

Fundur var haldinn í ferða- og menningarnefnd mánudaginn 18. mars 2019 klukkan í fundarsal Íþróttamiðstöðvar. Hófst fundurinn klukkan 16:15.

 

Mætt á fundinn:

Tinna Guðmundsdóttir, formaður L-lista

Oddný Björk Daníelsdóttir, varaformaður D-Lista

Bóas Eðvaldsson frá ferðaþjónustu

Þorgeir Sigurðsson frá menningargeira

Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúi sem ritar fundargerð.

 

Dagný óskar eftir að bæta inn sem afbrigði lið nr. 10 „Vakinn – gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar“.

Afbrigði samþykkt.

 

Dagskrá:

 

1. Skaftfell myndlistarmiðstöð Austurlands. Á fundinn mætti Gavin Morrisson, forstöðumaður og fjallaði núverandi verkefni Skaftfells sem og verkefnin framundan. Einnig ræddi hann um fjármögnun stofnunarinnar sem er flókin og yfirgripsmikil.

Ferða- og menningarnefnd telur tímabært að endurskoða sem fyrst samning við Skaftfell og fjárframlag aukið á næsta ári. Einnig að skoða þátttöku og aðkomu bæjarins að húsnæðisframkvæmdum á suðurhlið hússins að Austurvegi 42.

 

2. Fundargerð síðasta fundar. Umræður. Stefnt að því að hitta nýja stjórn Tækniminjasafnsins á næsta fundi.

Nefndin vísar til bæjarráðs að skoða samningsstöðu Tækniminjasafnsins varðandi fjárframlög.

 

3. List í ljósi, skýrsla. Lagt fram til kynningar.

Nefndin þakkar fyrir góða skýrslu og fagnar vel heppnaðri hátíð sem vex og dafnar með hverju árinu.

 

4. Heilsueflandi samfélag, kynning á stöðu. Lagt fram til kynningar.

 

5. Úrbótarganga. Lagt fram til kynningar.

 

6. Erindi frá Ívari Pétri Kjartanssyni. Nefndin fagnar framtakinu og felur AMÍ fulltrúa að fylgja málinu eftir.

 

7. Áframhaldandi stuðningur við upplýsingagjöf, erindi frá Ferðamálastofu. Ferða- og menningarnefnd vísar í ítrekaðar bókanir bæjarráðs varðandi rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar. AMÍ fulltrúi vinnur málið áfram.

 

8. Styrkveiting úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða. Lagt fram til kynningar.

 

9. Vorfundur. Málið áfram í vinnslu.

 

10. Vakinn – gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar

Ferða- og menningarnefnd leggur til að taka ekki þátt í Vakanum í ár vegna kostnaðar en vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið 18:25.