Ferða- og menningarnefnd 23.03.20

Boðað var til fundar ferða- og menningarnefndar mánudaginn 23. mars 2020 klukkan 16:00 í gegnum fjarfundarbúnað.

Mætt:

Tinna Guðmundsdóttir formaður

Oddný Björk Daníelsdóttir varaformaður

Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir í fjarveru Sesselju Hlínar Jónasardóttur

Jónína Brá Árnadóttir, atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúi sem starfar með nefndinni

 

Boðuð forföll:
Hjalti Þór Bergsson áheyrnafulltrúi

Sesselja Hlín Jónasardóttir frá ferðaþjónustu

Bóas Eðvaldsson frá ferðaþjónustu.

 

Fundur hófst kl. 16:03

Formaður nefndar óskar eftir því að bæta við afbrigðum vegna COVID-19. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Lagt fram til kynningar.

2. Héraðsskjalasafn Austurlands

Lagt fram til kynningar.

3. Bláa kirkjan

Uppgjör vegna ársins 2019 lagt fram til kynningar. Nefndin óskar eftir samantekt á starfsárinu 2019 og hvetur jafnframt stjórn Bláu kirkjunnar til þess að finna leiðir til að  auka tekjur í miðasölu vegna tónleikahalds.

4. Endurnýjun samnings vegna MMFræ

Lagt fram til kynningar. Málið unnið áfram og nefnin hvetur bæjarstjóra til þess að skrifa ekki undir samninginn fyrr en búið er að gera upp fyrri ár.

5. Ferðaþjónustan á Seyðisfirði og COVID-19

„Nefndin beinir því til bæjarráðs að bregðast hratt við þeirri stöðu sem er að skapast vegna COVID-19 í ferðaþjónustu á Seyðisfirði og finni leiðir til þess að aðstoða fyrirtæki á þessum tímum, t.d. með frestun gjalda og átaksverkefnum í uppbyggingu innviða.“
Heimamenn eru hvattir til þess að versla í heimabyggð og styðja við atvinnulífið á Seyðisfirði.
Nefndin hvetur til þess að markaðsefni snúi að því að bóka beint við ferðaþjónustuaðila, án aðkomu erlendra bókunarsíða.

 

Fundi slitið: 17:45.