Ferða- og menningarnefnd 24.04.17.

Ferða- og menningarnefnd

Fundargerð ferða- og menningarnefndar mánudaginn 24. apríl 2017 kl. 14:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar, Hafnargötu 44.

Mætt: Arnbjörg Sveinsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Davíð Kristinsson, Tinna Guðmundsdóttir, Rúnar Gunnarsson og Dagný Erla Ómarsdóttir.

Boðuð forföll: Hjalti Bergsson

Dagskrá:

1. Skálanes.

Ólafur Pétursson mætti á fundinn og fór yfir aðstöðu fyrir ferðamenn sem vilja heimsækja Skálanesbjarg, sérstaklega hvað varðar útsýnispall, göngustíga, salernisaðstöðu og bílastæða. Nefndin telur að aðstöðuuppbygging sé mjög aðkallandi og mælir með því að leitað verði leiða til að byggja svæðið heildstætt með faglegum metnaði og umhverfisjónarmið að leiðarljósi.

Ennfremur hvetur nefndin Hafnarráð til að kanna hvort forsendur séu fyrir því að kosta viðgerðir viðhald og frágang við hleðslunni við innra lónið, og þar meðtalið göngustíga.

 

2. Orgel – ný staðsetning.

Nefndin mælir með að orgelið verði í Herðubreið þangað til önnur lausn finnst.

 

3. Virðisauki á ferðaþjónustuna.

Nefndin er sammála um það að hækkun á virðisaukaskatti mun hafa afgerandi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hækkun virðisaukaskatts mun óhjákvæmilega leiða til hækkunar á verði, sem nú þegar er farið að leiða til styttri dvalar ferðamanna á Íslandi. Styttri dvöl ferðamanna þýðir að mun færri munu leggja leið sína til þeirra staða sem fjærst eru Keflavíkurflugfelli, til dæmis á Austurland. Vonir og væntingar höfðu staðið til þess að hægt væri að byggja upp heilsársstarfsemi í ferðaþjónustunni og auka þar með byggðafestu. Fyrirhuguð áform um hækkun á virðisaukaskatti draga verulega úr líkum þess að svo geti orðið. Sterk staða krónunnar og gengisþróun gerir það ómögulegt að hækka verð í ferðaþjónustu frekar en orðið er, til þess að koma til móts við hækkun á virðisaukaskatti.

 

4. Vorfundur ferðaþjónustunnar.

Farið yfir fundardagskrá og nánari útfærslur.

 

5. Næsti fundur : 12. júní.

 

Fundi slitið kl. 16:00