Ferða- og menningarnefnd 27.04.20
Boðað var til fundar ferða- og menningarnefndar mánudaginn 27. apríl 2020 klukkan 14:00 í gegnum fjarfundarbúnað zoom.
Mætt:
Tinna Guðmundsdóttir formaður
Oddný Björk Daníelsdóttir varaformaður
Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira
Sesselja Hlín Jónasardóttir frá ferðaþjónustu
Benedikta Guðrún Svavarsdóttir í fjarveru Sesselju Hlínar Jónasardóttur
Jónína Brá Árnadóttir, atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúi sem starfar með nefndinni
Boðuð forföll:
Hjalti Þór Bergsson áheyrnafulltrúi
Bóas Eðvaldsson frá ferðaþjónustu.
Fundur hófst kl. 14:03
Dagskrá:
1. Ferðaþjónustan á Seyðisfirði og COVID-19
Nefndin leggur til að opinn fundur verði haldinn þar sem hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu og menningargeira geta hist og rætt saman um stöðu greinanna í ljósi heimsfaraldursins covid-19. Formaður og starfsmaður nefndarinnar senda út boð og skipuleggja fundinn, sem verður haldinn 5. maí 2020 í Herðubreið.
Fundi slitið: 14:45.