Ferða- og menningarnefnd 30.09.19

Fundur ferða- og menningarnefndar 30.september 2019 

Boðað var til fundar ferða- og menningarnefndar 30.september í fundarsal íþróttamiðstöðvar klukkan 14:00

 

Mætt á fundinn:

Tinna Guðmundsdóttir (L) formaður
Oddný Björk Daníelsdóttir (D) varaformaður
Bóas Eðvaldsson frá ferðaþjónustu
Sesselja Hlín Jónasardóttir frá ferðaþjónustu
Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira

Hjalti Bergsson, áheyrnarfulltrúi

Boðuð forföll:
Hjalti Bergsson, áheyrnarfulltrúi

Fundur hófst kl: 14:06.

 

Dagskrá:

1. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Staðan tekin á verkefnum sem eru í gangi.

Nefndin telur mikilvægt að sótt verði um hönnunarstyrk vegna gönguleiðar og bílastæðis við Gufufoss.

 

2. Erindi frá Philip Vogler

Lagt fram til kynningar. Nefndin tekur undir áhyggjur hans og þakkar fyrir erindið.

 

3. Haustfundur ferðaþjónustunnar

Nefndin telur þörf á að ferðaþjónustuaðilar á Seyðisfirði stofni með sér hagsmunasamtök sem geta verið í nánu samstarfi við nefndina og veitt henni gott aðhald.

 

4. Miðstöð menningafræða

Nefndin lýsir yfir miklum vonbrigðum yfir því litla vinnuframlagi sem frá miðstöðinni hefur komið það sem af er ári og beinir því til bæjarráðs að það sé skoðað hvort bærinn sé að fá andvirði framlags miðstöðvarinnar. Mikilvægt er að endurskoða samning við Austurbrú m.t.t. framleiðni.

 

5. Tilkynningar frá bæjarráði

a. Starfsmannamál – starfslýsing AMÍ

Nefndin telur að verkefni og ábyrgð íþróttafulltrúa skuli tekinn út úr starfslýsingu AMÍ ásamt setu í velferðarnefnd og umsjón með ungmennaráði.

Nefndin álítur að tímabært sé að skoða hvort að starfsmaður á tjaldsvæði og í upplýsingamiðstöð verði gerður að forstöðumanni.

Einnig má taka umsjón með fjarðarheiðargöng.is af verkefnalista AMÍ fulltrúa.

 

6. Skilti og merkingar

Lagt fram til kynningar.

 

7. Fjárhagsáætlun 2020 vegna tjaldsvæðis

Lagt framt til kynningar.

 

Fundi slitið kl: 15:54.