Ferða- og menningarnefnd 31.10.16

Ferða- og menningarnefnd.

Boðað var til fundar mánudaginn 31. október kl. 14:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar, Hafnargötu 44.

Mætt: Hjalti Bergsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Ólafía María Gísladóttir, Davíð Kristinsson, Tinna Guðmundsdóttir og Jónína Brá Árnadóttir.

 1. Tjaldsvæði
  1. Gæðaviðmið Vakans. Lagt fram til kynningar.
  2. Framtíðarsýn og staða. Jónína leggur fram minnisblað um tjaldsvæðið, dagsett 28.10.16, og gerir grein fyrir starfseminni 2016. Nefndin mælir með því ráðin verði ráðin heilsársstarfsmaður sem sinnir bæði tjaldstæði og upplýsingamiðstöð. Með heilsársstöðugildi er mögulegt að vinna að innleiðingu gæðaviðmiða, lengja opnunartíma, hafa skilvirkari verkaskiptingu og sinna marks-og kynningarmálum betur.
 2. Upplýsingamiðstöð
  1. Jónína leggur fram minnisblað um Upplýsingamiðstöðina, dagsett 28.10.16, og gerir grein fyrir stöðunni.
  2. Gæðaviðmið Vakans. Lagt fram til kynningar.
  3. Samningur við Ferðamálastofu. Lagt fram til kynningar.
  4. Aukaúthlutun. Lagt fram til kynningar. Sjá lið 1 b.
 3. Skemmtiferðaskip
  1. Samantekt úr meistararitgerðum við Háskóla Vestfjarðar. Lagt fram til kynningar.
  2. Samantekt af fundi frá Jessica Auer. Lagt fram til kynningar.
  3. Landtengingar skemmtiferðaskipa. Vilhjálmur Jónsson, hafnarstjóri, kom og greindi frá að verið er að kanna stöðu mála í Hafnarráði.
 4. Styrkur EBÍ. Lagt fram til kynningar. Rætt um að styðjast við Visit Seyðisfjörður markaðsstarfið og bjóða aðilum þátttöku í kortinu.
 5. Minjastofnun Íslands: verndarsvæði í byggð. Lagt fram til kynningar.  Nefndin fagnar styrknum og hlakkar til að sjá afrakstur verkefnisins.
 6. Lofthræddi örninn hann Örvar. Lagt fram til kynningar. Nefndin þakkar FAS fyrir að ferja nemendur yfir heiðina og Þjóðleikhúsinu fyrir sýninguna.
 7. Flugvallarverkefnið. Bréf frá Maríu Hjálmarsdóttur verkefnastjóra hjá Austurbrú, dagsett 05.09.26, lagt fram til kynningar.
 8. Fundargerð Héraðsskjalasafns Austurlands. Lagt fram til kynningar.
 9. Bláa kirkjan. Skýrsla unnin af Jónínu Brynjólfsdóttur verkefnastjóri hjá Austurbrú, lögð fram til kynningar.
 10. Landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða. Lagt fram til kynningar.
 11. Styrkumsóknir. Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamanna lagðar fram til kynningar. Framkvæmdastyrkur fyrir brú yfir Austdalsá, hönnunarstyrkur fyrir göngustígagerð og hönnunar- og framkvæmdastyrkur fyrir útskot á Fjarðaheiði. Von á svari innan nokkurra vikna.
 12. Salernismál. Jónína kynnir hugmynd um að nýta salernisaðstöðu í Upplýsingamiðstöð betur með því að auka opnunartímann og nefndinni lýst vel á hugmyndina.
 13. Vinnufundur vegna stefnu í ferðaþjónustumálum. Ákveðið var að halda fund 14. nóvember að Öldugötu 14.
 14. Menningarhús á Fljótsdalshéraði. Frestað til næsta fundar.
 15. Næsti fundur er áætlaður 6. desember kl. 14:00.

 

Fundi slitið: kl. 16:11.