Ferða- og menningarnefnd 06.02.17
Ferða- og menningarnefnd
Boðað var til fundar mánudaginn 6.febrúar kl. 14:00 í fundarsal Íþróttamiðstöðvar.
Mættir:Hjalti Bergsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Davíð Kristinsson, Tinna Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð og Dagný Erla Ómarsdóttir.
1. Erindi N4 um stuðning við gerð Að austan. Stefán Bogi Sveinsson kemur á fundinn.
Stefán Bogi Sveinsson, starfsmaður Austurgluggans og www.austurfrett.is kom á fundinn og kynnti samstarf þeirra við N4 við að framleiða þættina Að austan. Hann óskaði eftir stuðningi frá Seyðisfjarðarkaupstað við gerð nýrrar þáttaraðar sem nemur sömu upphæð og síðustu þáttarröð með, möguleika á að bæta 10% við. Nefndin mælir með að orðið verði við erindinu.
2. Bókasafnið.
Kolbrún Erla Pétursdóttir, Svandís Egilsdóttir komu á fundinn og Sólveig Sigurðardóttir mætti aðeins seinna. Fundargerð frá 12. janúar 2017 lögð fram til kynningar. Umræða um kosti og galla, veikleika og sóknarfæri varðandi sameiningu bókasafna og flutning á bókakosti. Í fundargerð kemur skýrt fram að vinna þarf stefnumótun fyrir bæði almennings bókasafnið og skólabókasafnið. Nokkur vafaatriði voru sérstaklega rædd, hvað varðar geymslur fyrir safnkost sem er í lítilli eftirspurn og fjárhagsramma framkvæmdarinnar. Nefndin mælir með að lokið verði við sameiningu á söfnunum og unnin verði stefnumótun fyrir sameinað safn. Einnig að fundin verði lausn á geymslu fyrir safnkost sem er í lítilli eftirspurn en hann þarf að vera hægt að nálgast með 1-2 daga fyrirvara.
3. Kynning: hugmynd frá Lions- almenningsbekkir.
Dagný kynnir hugmynd frá Lions um að félagar í Lions hefji sölu á bekkjum sem einstaklingar eða fyrirtæki geta keypt og hafa val um að hafa áletrun á bekkjunum. Nefndin fagnar hugmyndinni og leggur til að umgjörðin og útfærslan verði fínpússuð.
4. Frá Gönguklúbbnum.
a) Minnismerki um Bjarna-Dísu. Nefndin er samþykk því að ráðist verði í að setja minnisskjöld á vörðu í Stafdal um Bjarna-Dísu.
b) Gönguleiðir og kort. Málið áfram í vinnslu og rætt á næstu fundum.
5. Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu – skráning.
Dagný kynnir fyrir nefndarmönnum yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu og leggur til að Seyðisfjarðarkaupstaður skrifi undir. Nefndin er samþykkt þátttöku og skorar á ferðaþjónustufyrirtæki í bænum að taka þátt í framtakinu.
6. Kynning á Áfangastaðnum Austurland.
Skiltamál. Nefndin er hlynnt því að ný skilti sem er í vinnslu taki upp útlit úr verkefninu Áfangastaðurinn Austurland.
7. Kynning: Nýr umsjónarmaður Upplýsingamiðstöðvar og tjaldsvæðis.
Rúnar Gunnarsson hefur verið ráðinn til starfa frá 1. febrúar og nefndin býður hann velkominn til starfa.
8. Vakinn- umsókn.
Umsóknin er í vinnslu og verður lögð inn sem allra fyrst.
9. Næsti fundur
Mánudaginn 13. mars 2017
Fundi slitið kl. 16:27.