2. fundur í fræðslunefnd 05.03.20
2. fundur Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2020
Fimmtudaginn 5.mars 2020 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundurinn kl. 16:15.
Fundinn sátu:
Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista,
Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista,
Gunnar Rúnarsson L- lista,
Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,
Ingvar Jóhannsson B-lista.
Mætt vegna liðar 1-3
Svandís Egilsdóttir skólastjóri og Ágústa B. Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar og Þorkell Helgason fulltrúi grunnskólakennara.
Inga Þorvaldsdóttir ritaði fundagerð
Fundagerð færð í tölvu
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða við dagskrá og óskaði eftir að bæta við liðinn „Erindi sem borist hafa“ bréfi frá Skólastjórafélagi Austurland undir lið 3.5. Afbrigði samþykkt.
Dagskrá:
1. Ársskýrsla leikskóladeildar skólaárið 2018-2019
Skólastjóri fór yfir skýrsluna. Umræða. Fræðslunefnd þakkar vel unna skýrslu og vel unnið starf á deildinni. „Fræðslunefnd samþykkir skýrsluna fyrir sitt leyti“
2. Bréf frá Svandísi Egilsdóttur
Skólastjóri kynnti bréfið sem er ósk um launalaust leyfi skólaárið 2020-21. Bæjarráð hefur þegar orðið við þeirri ósk. Fræðslunefnd tekur undir með bæjarráði og óskar skólastjóra velfarnaðar í leyfinu.
3. Erindi sem borist hafa
3.1. Fræðslufundur um sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dags: 30.01.20 SÍS- Kynnt.
3.2. Dagur leikskólans 6.febrúar 2020. Dags: 30.01.20 SÍS- Kynnt.
3.3. Viðbragsáætlun-kórónaveiran. Dags: 04.02.20 SÍS- Kynnt.
3.4 Drög að þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030.
Dags: 28.02.20 SÍS -Kynnt.
3.5 Bréf frá skólastjórafélagi Austurland. Dags 3.3.2020 - Kynnt
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:50