Fræðslunefnd 22.11.16

Fræðslunefnd Seyðisfjarðar 9. fundur 2016.

Þriðjudaginn 22. nóvember. 2016 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman í íþróttahúsi kaupstaðarins (efri hæð). Hófst fundur 16:15

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður,Lárus Bjarnason í stað Ívars Björnssonar, Hildur Þórisdóttir, Bára M.Jónsdóttir í stað Guðjóns Egilssonar, Örvar Jóhannsson. Svandís Egilsdóttir skólastjóri, Þorkell Helgason fulltrúi kennara, Elva Ásgeirsdóttir í stað Diljár Jónsdóttur fulltrúa foreldra grunnskóladeildar. Ásta G Birgisdóttir deildarstjóri leikskóladeildar, Arna Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Seyðisfjarðarskóli

1.1.   Erindi frá foreldraráði

Frestað til næsta fundar

1.2.   HAUST skýrslur

Lagðar fram skýrslur frá HAUST. Umræða. Saxast hefur á verklista á leikskóladeild og grunnskóladeild. Kanna þarf lykt í gangi „nýja skóla“ sem trúlega kemur vegna raka í útveggjum. Skólastjóri hyggst þrýsta á að klárað verði sem  fyrst það sem laga þarf.

1.3.   Brunaáætlun leikskóladeildar

Deildarstjóri  kynnti brunaáætlun og verklag leikskóladeildar, búið er að einfalda. Umræða

1.4.   Stefna um útlán deilda vegna skólans í heild

Kynntar voru verklagsreglur og skólans er lúta að lánum kennslugagna og tækja milli deilda og út úr húsi.

Hér viku Ásta Guðrún og Arna af fundi

1.5.   Úrbótaáætlun í grunnskóladeild

Skólastjóri kynnti helstu áherslur úrbótaáætlunar grunnskóladeildar 2016-2017 og skýrði frá að komið er tilboð í nýja heimasíðu. Fræðslunefnd þakkar fyrir kynningu á úrbótaáætlun sem er vel fram sett og skýr. Fræðslunefnd óskar stjórnendum góðs gengis við vinnuna og fagnar þeim úrbótum sem þegar hafa verið gerðar.

1.6.   Læsisstefna grunnskóladeildar

Lögð fram til kynningar. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti læsisstefnuna.

1.7.   Stærðfræðistefna gunnskóladeildar

Lögð fram til kynningar. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti stærðfræðistefnuna.

1.8.   Samantekt úr Skólapúlsi.

Skólastjóri greindi frá því að skólapúlsinn hefði komið betur út í ár en í fyrra og merki sé um framfarir á mörgum sviðum. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með útkomu skólapúlsins og óskar stjórnendum og kennurum velfarnaðar með áframhaldandi vinnu

 

2. Erindi sem borist hafa :

2.1.   Útskrift úr fundargerð bæjarstjórnar nr. 1717. Kynnt - Umræða

2.2.   Íslandsmót iðn-og verkgr.Kynning 2017. Kynnt

2.3.   Geðheilbrigði skólabarna – hvar liggur ábyrgðin. Kynnt

2.4.   Upptökur frá málþinginu Kvíði barna og ungmenna. Kynnt

2.5.   „Staðreyndir í stuttu máli“ 10.nóvember. Kynnt

2.6.   Ný upplýsingarit fræðsluskrifstofa. Kynnt

2.7.   Foreldradagurinn 2016. Kynnt

2.8.   Nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs. Kynnt

 

Fundi slitið kl. 18:35.