3. fundur í fræðslunefnd 30.04.19

Fundargerð 3. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019.

Þriðjudaginn 30. apríl 2019 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundurinn kl. 16:00.

 

Fundinn sátu:

Bára Mjöll Jónsdóttir (varaformaður) L-lista,

Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,

Ingvar Jóhannsson B- lista,

Halla Dröfn Þorsteinsdóttir L-lista í fjarveru Ragnhildar Billu Árnadóttur L-lista

 

Mætt vegna liðar 1 Eva Björk Jónudóttir

Mættar vegna liðar 2-5 Svandís Egilsdóttir skólastjóri, Ágústa Berg fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar.

Fundargerð ritaði Inga Þorvaldsdóttir.

 

 

Í upphafi fundar leitaði varaformaður afbrigða frá boðaðri dagskrá til að bæta við einum lið undir 6.lið erindi sem borist hafa. Samþykkt samhljóma

 

Dagskrá:

1. Heilsueflandi samfélag

Eva Björk Jónudóttir kom og kynnti vinnu og stöðu mála fyrir hönd stýrihóps Heilsueflandi samfélags. Umræðu framhaldið frá síðasta fundi. Lagt er til hjá stýrihóps Heilsueflandi samfélags að hver fastanefnd finni sér eitt verkefni á ári sem unnið væri undir merkjum verkefnisins. Rætt um tillögur að verkefnum fræðslunefndar en ákvörðun frestað vegna fjarveru formans og fleiri nefndarmanna.

 „Fræðslunefnd fagnar frábæru starfi stýrihóps Heilsueflandi samfélags og þakkar Evu Jónudóttur fyrir góða kynningu

 

2. Jafnréttisáætlun Seyðisfjarðarskóla

Farið yfir jafnréttisáætlun sem verður í gildi frá 2019-2021

Umræða

Fræðslunefnd samþykkir jafnréttisáætlunina fyrir sitt leyti“

 

3. Úrbótaáætlun vegna heimsókna vinnustaðasálfræðinga

Skólastjóri fór yfir drög að úrbótaáætlun Seyðisfjarðarskóla sem unnin er út frá punktum sem komu fram í skýrslu Lífs og Sálar. Umræða. Úrbótaáætlunin er langt komin og unnið verður áfram út frá henni í vor og næsta haust. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með úrbótaáætlunina og fær að fylgjast með áframhaldandi vinnu.

 

4. Skóladagatöl grunn- og leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla

Kynnt voru drög að skóladagatölum deildanna 2019-2020. Umræða. Loka útgáfa kemur til afgreiðslu næsta fundar fræðslunefndar.

 

5. Framkvæmdir við húsnæði Seyðisfjarðarskóla og stöðumat

Skólastjóri fór yfir forgangsröðun framkvæmda á húsnæði grunn – og leikskóladeildar 2019. Farið verður í ýmsar framkvæmdir í sumar og má þar nefna t.d. Skipt um karma í gluggum  í smíðastofu sem eru orðnir ónýtir- unnið í kjallara gamlaskóla til að búa til aukið rými/aðstöðu – unnið að lagfæringu á tröppum ásamt fleiru.

 

6. Erindi sem borist hafa

6.1  Dreifibréf undanþágunefndar grunnskóla fyrir skólaárið 2018-2019 Menntamálastofnun 27.mars 2019. Kynnt

6.2  Frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Nefndarsvið Alþingis 11.apríl 2919. Umræða.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 18:05.