4. fundur í fræðslunefnd 27.05.19
Fundargerð 4. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019.
Mánudaginn 27.maí 2019 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundurinn kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Ragnhildur B. Árnadóttir formaður L_lista
Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista,
Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,
Ingvar Jóhannsson B- lista,
Vegna liðar 1-6 : Svandís Egilsdóttir skólastjóri, Ágústa Berg fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar.
Vegna liðar 7 : Aðalheiður Borgþórsdóttir
Fundargerð ritaði Inga Þorvaldsdóttir.
Dagskrá:
1. Skólastarfið
Skólastjóri fór yfir sameiginlega skipulagsdaga leik-grunn og listadeildar fyrir næsta skólaár.
„Fræðslunefnd samþykkir þessa áætlun og skóladagatal leikskóladeildar fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum á starfsmannafundum sem verða kl.15-16 (í stað 8-9) og ekki verður lagt til að lokað verði á milli jóla og nýárs að þessu sinni “
2. Skóladagatal Grunnskóladeildar 2019-2020
Skólastjóri lagði fram skóladagatal Grunnskóladeildar
„Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal grunnskóla-og listadeildar fyrir sitt leyti“
3. Uppbrotsdagar 2019-2020
Umræða. Skilgreina þarf samkvæmt kjarasamningum kennara upprotsdaga á skóladagatali.
4. Starfsmannamál
Farið yfir starfmannamál skólans vegna líðandi og næstkomandi skólaárs.
5. Fyrsti fundur í upphafi nýs skólaárs 2019-2020
Ákveðið hefur verið að næsti fundur fræðslunefndar verði 27. ágúst 16:15
6. Erindi sem borist hafa
6.1. Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla dags.10. maí 2019 SÍS.
„Fræðslunefnd fagnar því að Seyðisfjarðarskóli hefur fengið úthlutun úr endurmenntunarsjóði grunnskóla að upphæð 320.000kr. í innleiðingu á uppeldi til ábyrgðar í Seyðisfjarðarskóla“
6.2. Aðgerðir stjórnvalda í menntunarmálum-útfærsla-starfsnámsárs og námstyrkir. Dags.10. maí 2019 Samband íslenskra sveitarfélaga. Umræða. Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með þessar aðgerðir stjórnvalda í menntamálum sem eru löngu tímabærar
6.3. Til umsagnar 772 mál frá nefndarsviði Alþingis. Dags.30. apríl 2019. Kynnt
7. Trúnaðarmál
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 19:00.