5. fundur í fræðslunefnd 13.06.19

Fundargerð 5. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019.

Fimmtudaginn 13.júní 2019 kom  fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á bæjarskrifstofu kaupstaðarins.Hófst  fundurinn kl. 16:00.

Fundinn sátu:

Ragnhildur B. Árnadóttir formaður L_lista

Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista,

Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,

Gunnar S. Rúnarsson L-lista

Fundargerð ritaði Inga Þorvaldsdóttir.

 

Dagskrá: Úrbóta og aðgerðaáætlun Seyðisfjarðarskóla

Umræða. Unnið var með úrbóta og aðgerðaáætlun Seyðisfjarðarskóla

Fræðslunefnd hefur farið yfir úrbóta og aðgerðaáætlunina sem stjórnendateymi allra deilda Seyðisfjarðarskóla vann að. Fræðslunefnd telur að áætlunin sé faglega unnin út frá tillögum í skýrslu Líf og sál. Þó telur nefndin að bæta megi nokkrum atriðum við sem sett verði fram í viðauka og leggur til að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlunargerð næsta árs.

 

 „Samþykkir fræðslunefnd fyrir sitt leyti úrbóta og aðgerðaáætlunina með viðauka frá fræðslunefnd og leggur áætlunina ásamt viðauka  fyrir bæjarráð til afgreiðslu“

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:35.