6. fundur í fræðslunefnd 25.09.18

Fundargerð 6. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2018.

Þriðjudaginn 25. sept 2018 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í  íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst  fundurinn kl. 16:15.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista,

Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista,

Gunnar Sveinn Rúnarsson L- lista,

Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,

Ingvar Jóhannsson B- lista,

Mætt vegna liðar 1-5

Svandís Egilsdóttir skólastjóri

Ágústa Berg Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar, Hólmfríður Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar.

Fundargerð ritaði Inga Þorvaldsdóttir.

 

Dagskrá:

1. Starfsáætlun Seyðisfjarðarskóla

Starfsáætlun Seyðisfjarðarskóla lögð fyrir.  

Umræða. Skólastjóri svaraði spurningum nefndarmanna. Sérstaklega var rætt um umferðaálag við grunnskólann og bókun svo hljóðandi lögð fram.

 

Bókun fræðslunefndar vegna umferðarálags um Suðurgötu við grunnskóla. 25.09.18

Fræðslunefnd harmar það aðgerðaleysi sem verið hefur í umferðarmálum við grunnskólann við Suðurgötu. Á álagstímum er umferðin mjög mikil og mikil mildi að ekki skuli hafa orðið slys. Því leggjum við til nú þegar dimmir æ meira, að komið verði upp viðeigandi umferðarljósum (blikkljósum) og umferðarskiltum sem gefa til kynna að þarna sé skóli auk gangbrautar.

Fræðslunefnd mælir eindregið með að bæjarstjórn hlutist til um að framkvæmdar verði úrbætur án tafar í samræmi við það sem fram kemur hér að ofan“

 

Starfsáætlun Seyðisfjarðarskóla verður birt á heimasíðu Seyðisfjarðarskóla

 

 „ Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlanir fyrir allar deildir Seyðisfjarðarskóla fyrir sitt leyti og þakkar jafnframt fyrir góðar móttökur í heimsókn í Seyðisfjarðarskóla þann 21.sept síðastliðinn. Einnig fagnar fræðslunefnd breytingu á nýrri aðstöðu skólamötuneytis sem er  hin glæsilegasta“

 

2. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019

Farið yfir fjárhagsáætlun 2019.

 

3. Bréf frá foreldri

Lagt fyrir bréf/tölvupóstur Ástu Bjarndísar Þorsteinsdóttur frá 9. sept. 2018

Fræðslunefnd vísar í fyrri bókun um skólasel í fundargerð frá 28.ágúst 2018 og árréttar að nefndin tekur undir óskir foreldra um lengingu vistunartíma“.

 

Hér viku Svandís, Ágústa og Hólmfríður af fundi.

 

4. Nýtt erindisbréf fræðslunefndar – kynning

Formaður kynnti nýtt erindisbréf fræðslunefndar sem er í vinnslu.

 

5. Erindi sem borist hafa.

5.1. Tilmæli persónuverndar - Svava B.Kristjánsdóttir, persónuvernd - Kynnt

5.2. Göngum í skólann- ÍSÍ - Kynnt

5.3. Námsleyfasjóður – Samband Ísl.sveitarfélaga - Kynnt

5.4. Innleiðing leikskóla vegna nýrra persónuverndarlaga - Samb.ísl.sveitarfélaga 24. ágúst - Kynnt

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:30.