7. fundur í fræðslunefnd 30.10.18

Fundargerð 7. fundar fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2018.

Þriðjudaginn 30. okt 2018 kom  fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í  íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst  fundurinn kl. 16:15.

 

Fundinn sátu:

Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista,

Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista,

Gunnar Sveinn Rúnarsson L- lista,

Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,

Ingvar Jóhannsson B- lista,

Mætt vegna liðar 1-5

Svandís Egilsdóttir skólastjóri

Ágústa Berg Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar, Hólmfríður Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar.

Fundargerð ritaði Inga Þorvaldsdóttir.

 

Dagskrá:

 

1. Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarskóla fyrir árið 2019

Skólastjóri fór yfir fjárhagsáætlun 2019. Umræða.

 

2. Árskýrsla 2017-2018 leikskóladeildar

Farið yfir árskýrslu 2017-2018. Nefndarmenn hafa ekkert út á hana að setja og samþykkja skýrsluna fyrir sitt leyti.

 

3. Móttökuáætlun nýrra barna leikskóladeildar

Skólastjóri kynnti og fór yfir  Móttökuáætlun nýrra barna fyrir leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla. Umræða. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með áætlunina og samþykkir hana fyrir sitt leyti.

 

4. Launakjör stjórnenda í grunn og leikskólum

Lögð fyrir ályktun frá ársfundi skólastjórafélags Íslands frá 13.október. Umræða. Skólastjóri greindi m.a  frá misræmi og mikilli óánægju skólastjóra með laun skólastjórnenda miðað við laun kennara þar sem lítill sem enginn hvati launalega er til að taka að sér stjórnunarstörf. Fræðslunefnd tekur undir ályktanir frá ársfundi skólastjórafélags Íslands í Reykjanesbæ 13.október um launakjör stjórnenda í grunnskólum landsins.

 

5. Lenging dvalartíma skólasels

Lagt fyrir bréf frá foreldrafélagi grunskóladeildar Seyðisfjarðarskóla  dags.2.október.2018

Umræða. Skólastjóri greindi frá því að unnið sé að því að finna fjármagn til að verða við

þessum óskum foreldra um lengingu skólasels sem vonandi verður eftir áramót.

 

Hér viku skólastjóri og fulltrúar af fundi

 

6. Menntun fyrir alla á Íslandi. Lokaskýrsla

Formaður for yfir kynnti lokaskýrslu Menntun fyrir alla á Íslandi.

 

7. Erindi sem borist hafa

7.1Styrkir vegna félagasamtaka á sviði félagsmála.Velferðarráðaneytið 12.10 2018 Kynnt

7.2 Samspil 2018- Starfsþróunarátak. Menntavísindasvið  24.okt.201824.ágúst - Kynnt

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:35.