8. fundur í fræðslunefnd 22.10.19

Fundargerð 8. fundar fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019

Þriðjudaginn 22. okt 2019 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundurinn kl. 16:15.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista

Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista,

Halla Dröfn Þorsteinsdóttir L- lista,

Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,

Ingvar Jóhannsson B- lista,

Mætt vegna liðar 1-2

Svandís Egilsdóttir skólastjóri og Heiða María Pétursdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir fulltrúi foreldra boðaði forföll.

 

Bára Mjöll ritaði fundagerð

Fundagerð færð í tölvu

 

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarskóla 2020

Skólastjóri fór yfir fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarskóla fyrir árið 2020 í grófum dráttum og áherslur sem ekki rúmast innan rammans eða gera þarf grein fyrir. Farið verður yfir þetta í samráði við endurskoðanda bæjarins. Á þessu ári lítur út fyrir afgang miðað við áætlun, sem óskað er að skólinn geti nýtt á næsta ári ásamt a.m.k. hluta af ágóða af sölu Steinholts.

 

Rætt um málefni skólamötuneytis en fræðslunefnd fagnar tilraun sem verið er að gera þar sem mötuneytið er opið öllum bæjarbúum.

 

Fræðslunefnd samþykkir fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarskóla 2020 fyrir sitt leyti.

 

2. Ytra mat Seyðisfjarðarskóla 2020

Menntamálaráðuneytið hefur valið 14 grunnskóla í úrtak til að gera ytra mat og meta  stjórnun, nám og kennslu og innramat skólanna vorið 2020 en sveitarfélag getur komið með ósk um einhvern fjórða þátt. Seyðisfjarðarskóli er einn af þessum 14 skólum. Markmiðið er að vera skólum hvati til frekari skólaþróunar, styðja við stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi. Í matsteyminu eiga að vera tveir aðilar sem þurfa að hafa kennaramenntun og reynslu í grunnskólastarfi og þekkingu á matsfræðum. Menntamálastofnun tilnefnir annan aðilann og gefur Seyðisfjarðarkaupstað kost á að tilnefna hinn í samráði við sérfræðing matsdeildar Menntastofnunar. Kjósi kaupstaðurinn ekki að tilnefna leitar Menntamálastofnun til reyndra og menntaðra aðila.

 

Umræða. Skólastjóri nefnir að fjórði þátturinn til skoðunar gæti verið áhrif sameiningarinnar og aðbúnaður.

 

„Fræðslunefnd leggur til að Menntamálastofnun tilnefni báða skoðunaraðilana vegna mikillar nándar í sveitarfélaginu og að fjórði skoðunarþátturinn verði áhrif sameiningar og aðbúnaður.“

 

3. Erindi sem borist hafa

3.1. Erindi frá Ástu Bjarndísi Þorsteinsdóttur vegna skorts á þjónustu talmeinafræðinga á Austurlandi, dags. 22.09.19. Umræða um erindið. Skólastjóri hefur þegar rætt við Ástu Bjarndísi um málið en samningur við Tröppu var þá í vinnslu. Nú hefur verið skrifað undir og kemur samningurinn til framkvæmdar á næstu dögum.

3.2. Forvarnardagurinn, dags. 20.09.19. Samb. ísl. sveitarfélaga. Kynnt.

3.3. Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna, dags. 01.10.19 Samb. ísl. sveitarfélaga. Umræða þar sem m.a. kom fram að við skólann hér eru a.m.k. þrjú börn með lögheimili annars staðar en þá á greiðsla að koma frá þeim sveitarfélögum. Skólastjóri ætlar að skoða málið.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 16:54.