Fræðslunefnd 24.05.16

FræðslunefndSeyðisfjarðar 5. fundur 2016.

Þriðjudaginn 24.maí. 2016 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman í íþróttahúsi kaupstaðarins (efri hæð). Hófst fundur 16:15

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Örvar Jóhannsson, Hildur Þórisdóttir, Bára Mjöll Jónsdóttir í stað Guðjóns Egilssonar og Ívar Björnsson. Jóhanna Gísladóttir skólastjóri Þórunn Hrund Óladóttir aðstoðarskólastjóri. Þorkell Helgason fulltrúi kennara og Diljá Jónsdóttir fulltrúi foreldra. Ásta Guðrún Birgisdóttir leikskólastjóri, Anna Sigmarsdóttir í stað Örnu Magnúsdóttur fulltrúa starfsmanna og Ingvi Ö. Þorsteinsson fulltrúi foreldra. Sigurbjörg Kristínardóttir tónlistaskólastjóri og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Grunnskólinn 16:15

1.1  Kostnaður vegna námsgagna – erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Umræða. Framkvæmdin hefur verið að listar eru sendir heim með börnum á haustin og er reynt að halda kostnaði í lágmarki. Fræðslunefnd leggur til að skólastjórnendur skoði möguleika á hagræðingu við innkaup.

1.2  Skólastarfið.

Umræða. Skólastjóri greindi m.a. frá afstaðinni danskennslu sem hefði lukkast mjög vel og er búið að tryggja danskennslu á næsta skólaári. Greindi frá vordögum sem eru í júní og ferðum sem nemendur fara í. Verið er að vinna að innra mati m.a. með skólapúlsinum, niðurstöðum úr skólaþingi og öðrum gögnum með sérstökum innra mats hópi og skýrsla birt næsta haust. Starfsmannamálin eru enn í vinnslu, engar umsóknir hafa borist sem hæfar teljast. Skólastjóri greindi frá að Dagný Erla Ómarsdóttir óski eftir launalausu leyfi eftir að fæðingarorlofi lýkur. Jóhanna Gísladóttir vinnur  áfram að þeim málum.

Hér viku Þórunn Óladóttir og Diljá af fundi

 

2. Endurskoðun skólastefnu

2.1. Lokaskýrsla stýrihóps.

Hildur Þórisdóttir kynnti niðurstöður úr lokaskýrslu stýrihóps.

Umræða. Mikið lagt upp með að vanda þurfi til verka og vinna hægt og rólega að sameiningunni. Allir skólastjórnendur ítreka að innleiðingaferlið verði vel unnið og að gæta þurfi þess að öllum einingum innan nýs skóla verði gert jafn hátt undir höfði.

„Fræðslunefnd þakkar stýrihópnum fyrir mikið og vandað starf. Fræðslunefnd tekur undir það sem fram kemur í lokaskýrslu og leggur áframhaldandi vinnu við nánari útfærslu og framkvæmd í hendur bæjarráðs og bæjarstjórnar“ 

Hér viku af fundi, Jóhanna Gísladóttir og Þorkell Helgason

 

3. Leikskólinn Sólvellir kl. 17:15

3.1  Árskýrsla 2014-2015

Leikskólastjóri fór yfir árskýrslu. 

3.2  Skólastarfið

Skólastjóri greinir frá að skólastarf gangi vel. Starfsmannaviðtöl og sjálfsmat ekki lokið enn er í vinnslu. Starfsmannahald einnig í vinnslu, tveir nýir starfsmenn koma til starfa  í haust. Anita Grétarsdóttir hættir störfum eftir sumarfrí. Skólastjóri greindi frá því að leikskólinn hafi fengið að gjöf frá foreldrafélaginu þrjú „eldhús.

Hér viku af fundi. Ásta Guðrún, Anna Sigmars og Ingvar Örn.

 

4. Tónlistaskólinn 18:00

4.1  Skólastarfið

Skólastjóri greindi frá vortónleikum sem haldnir voru 19. maí sem tókust mjög vel. Starfsmannamálin ekki komin á hreint, enn vantar kennara í 50% hlutfall. Lagði fram drög að skóladagatali fyrir næsta skólaár 2016-2017.

Hér vék Sigurbjörg af fundi

 

5. Erindi sem borist hafa

5.1  Nefndarsvið Alþingis- 675.mál Beiðni Allsherjar- og Menntamálanefndar Alþingis um umsögn frumvarp til laga um grunnskóla. Rætt.

„Nefndin gerir athugasemd við 5. gr. frumvarpsins þar sem sveitarfélögum er gert skylt að reka frístundarheimili. Nauðsynlegt er að tekjur verði tryggðar til sveitarfélaga svo að verkefnið sé framkvæmanlegt.“

5.2  Stóra upplestrarkeppnin 20 ára, málþing. Kynnt

5.3  Íslenska sem annað tungumál. Kynnt

5.4  Málþing LungA skólans. Kynnt

5.5  Málþing á Akureyri um starfshætti í skólum. Kynnt

5.6  Málþing á Akureyri um starfshætti í skólum. Kynnt

 

Fundi slitið kl. 19:05.