Fræðslunefnd 29.05.17

Fræðslunefnd Seyðisfjarðar 4. fundur 2017.

Mánudaginn 29.maí. 2017 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman á bæjarskrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Hófst fundur 16:15

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Guðjón Egilsson og Sigurður O. Sigurðsson í fjarveru Örvars Jóhannssonar.Svandís Egilsdóttir skólastjóri ,Þorkell Helgason fulltrúi kennara, Elva Ásgeirsdóttir fulltrúi foreldra grunnskóladeildar. Inga Þorvaldsdóttir ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá: 

1. Skóladagatal  2017 - 2018

Farið yfir skóladagatal. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti

 

2. Skólapúls - niðurstöður

Skólastjóri fór yfir stöðu. Niðurstöður grunnskóladeildar gáfu til kynna svipaðar niðurstöður á  árinu á undan. M.a. kemur fram að  starfsánægja eykst lítillega á milli ára þegar litið er til starfsmanna í heild, en of lágt hlutfall kennara á þátttöku gerir niðurstöður kennara ekki nógu marktæka. Skólapúlsinn var tekinn í fyrsta sinn á leikskóladeild og gáfu niðurstöður til kynna að margt jákvætt er í gangi - en efla þurfi enn betur innra starf og faglegt. Stjórnendur telja að þegar mannekla og hljóðvist verði bætt munu allir upplifa aukna ánægju með leikskóladeildina.

 

3. Innra mat

Skólastjóri fór yfir stöðu.

 

4. Tillögur að sameiningu skólaráðs og foreldraráðs

Skólastjóri lagði fram tillögu (sem taki til starfa næsta haust 2017)

að sameiningu foreldraráðs leikskóladeildar og skólaráðs grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla.

Í skólaráði munu sitja níu fulltrúar,auk varamanna:

Skólastjóri, sem stýrir starfinu.

Fulltrúar nemenda úr grunnskóladeild verði tveir.

Fulltrúar kennara úr leik-og grunnskóladeild,einn úr hvorri deild.

Fulltrúar foreldra úr leik-og grunnskóladeild, einn úr hvorri deild.

Fulltrúi annarra starfsmann við skólann í heild og síðan einn fulltrúi grenndarsamfélagsins. Skal skólaráð sameinaðs skóla starfa í þágu grunn-og leikskóladeildar eftir sameiningu

Fræðslunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti

 

5. Kennslumagnsáætlun grunnskóladeildar

Tekið fyrir erindi frá Svandísi Egilsdóttur þar sem hún fer fram á aukið kennslumagn vegna fyrirsjáanlegra nemenda aukningu og vegna breytinga á samsetningu nemendahópa næsta skólaárs meðal annars.

„Fræðslunefnd leggur til að bæjarráð skoði hvort tillögur skólastjóra rúmist innan fjárhagsramma næsta árs. Fræðslunefnd telur tillögur skólastjóra samræmast stefnu sveitarfélagsins í skólamálum.“

 

6. Aðalfundur SSA – tillögur.  Umræða

Erindið kynnt og óskað eftir að fundarmenn skili inn tillögum fyrir 5. júní ef einhverjar eru. Formaður tekur að sér að taka saman þær tillögur sem berast og koma þeim á framfæri.

 

7. Húsnæðismál. Umræða

Hér viku af fundi: Svandís Egilsdóttir,Þorkell Helgason og Elfa Ásgeirsdóttir

 

8. Erindi sem borist hafa 

8.1.   100ára fullveldisafmæli  Kynnt

8.2.   KÍ Eplið    Kynnt

8.3.   Börn greiða ekki lengur fyrir sjúkra-,iðju-og talþjálfun  Kynnt

8.4.   Úthlutun úr endurmenntunarsjóði 2017 Kynnt

  

Fundi slitið kl. 18:17.