Fræðslunefnd 03.10.16

Fræðslunefnd Seyðisfjarðar 7. fundur 2016. 

Mánudaginn 3.október. 2016 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman í íþróttahúsi kaupstaðarins (efri hæð). Hófst fundur 16:15

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Guðjón Egilsson og Ívar Björnsson. Svandís Egilsdóttir skólastjóri Jóhanna Gísladóttir deildarstjóri grunnskóladeildar. Þorkell Helgason fulltrúi kennara og Sigríður R. Tryggvadóttir fulltrúi foreldra. Ásta Guðrún Birgisdóttir deildarstjóri leikskóladeildar, Arna Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna og  Sigurveig Gísladóttir fulltrúi foreldra. Sigurbjörg Kristínardóttir  deildarstjóri listadeildar og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

 

1. Sameining skóladeilda

1.1  Drög að innleiðingaráætlun sameiningar og nýrrar skólastefnu.

Umræða. Innleiðingaráætlun í mótun, vinnuplagg er í vinnslu og áætlað að það verði tilbúið í byrjun desember.

 

2. Fjárhags- og starfsáætlun Seyðisfjarðarskóla

Grunnskóladeild

2.1  Starfsáætlun grunnskóladeildar

Gert er ráð fyrir að skólaárið 2016 – 2017 fari í það að undirbúa skólahald grunnskóladeildar í að framfylgja skólastefnu sveitarfélagsins og er áætlun  gerð til fimm ára. Svandís greindi frá því að unnin verði grunnvinna er snertir sameiningu skólanna m.a. vefsíðugerð,samkeppni um merki skólans, og að hópefling milli starfsfólks og mismundi deilda skólanna verði forgangsverkefni. Húsnæðismál endurskoðuð með það fyrir augum að koma allri bóklegri kennslu undir eitt þak. Einnig er verið að  skoða hvort mögulegt sé að setja almenningsbókasafn kaupstaðarins undir þak skólans og er það að beiðni bæjarráðs. Umræður um framtíðarskipulag í mötuneytismálum ofl.

2.hluti fjárhagsáætlunargerðar. Auka fjárveiting þörf fyrir vefsíðu sameinaðs skóla og farið yfir fjárhagsstöðuna.

2.2  Handbók og skólanámskrá 2016- 2017

Farið yfir handbók og skólanámskrá 2016 -2017 og hún samþykkt með fyrirvara um starfsheiti sé í samræmi við skipurit skólans.

2.3  Húsnæðismál

Skólastjóri greindi frá tillögum um húsnæðismál. Flutning á bókasafni Seyðisfjarðar yfir í „nýja skóla“ og eða yfir í íþróttahús. Flutning á aðstöðu matsals úr Herðubreið yfir í nýja. Rætt um að skólastjóri móti tillögur að breytingu og leggi fyrir fræðslunefnd.

2.4  Innramatsskýrsla

Lögð fram skýrsla um innra mat, Jóhanna Gísladóttir deildarstjóri grunnskóladeildar fór yfir innramatsskýrslu.

Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við skýrsluna.

Leikskóladeild

2.5  Starfsáætlun leikskóladeildar

Skólastjóri greindi frá að haustið færi í að innleiða sameiningu og skólastefnu kaupstaðarins. Umræða um kosti innleiðingarinnar og galla. Greindi einnig frá áframhaldandi samstarfi við m.a. Skaftfell og Bókasafn Seyðisfjarðar sem hefur gefist vel. Unnið verður að styrkja og stuðla að góðum starfsanda og jafnframt efla samskipti.

2.6  Uppl.gjöf um stöðu mála á deildum

Farið yfir starfsmannahald og er skólinn nokkuð vel settur og mannaður í dag hvað faglegu hliðina snertir en nauðsynlegt sé að auka við starfskraft deildarinnar vegna mikilla þunga inn á deildum og álagi á starfsfólk.

Lagt er fram erindi frá Svandísi Egilsdóttur og Ástu Birgisdóttur þar sem lýst er áhyggjum af álagi á starfsfólki leikskóladeildar og óskað er eftir aukinni mönnun á deildinni.

„Fræðslunefnd telur að þörf er á að mæta vandanum í leikskóladeild og leiðbeinir skólastjórnendum að sækja þurfi um slíkt með viðauka við fáhagsáætlun“

2.7  Handbók og skólanámskrá 2016-2017

Umtalsverðar breytingar hafa orðið á handbók leikskóladeildar. Handbækur leik-og grunnskóladeildar hafa verið samræmdar. „Fræðslunefnd samþykkir handbækur fyrir sitt leyti, með fyrirvara um starfsheiti séu í samræmi við skipurit.“

2.8  Hljóðvist í leikskóladeild.

Skólastjóri telur nauðsynlegt að leysa þessi mál og er áætlað að fara í þá vinnu í vetur.

2.9  Listadeild

Starfsáætlun listadeildar/tónskóla

Skólastjóri fór yfir nemendafjölda skólans sem eru 28 og er væntanleg fjölgun.

Umræða þróun listadeildar. Unnið verður að þróuninni í vetur.

Umræða um starfsáætlun listadeildar.

Fella varð niður kennslu í söng og tónfræði vegna kennaraskorts en enn leitað allra ráða. Deildarstjóri fór yfir dagskrá vetrarins og tjáði m.a. að fyrirtækja heimsóknin sem hefur lukkast mjög vel, verði væntanlega í lok  október. Opin vika verði 7-11 nóvember og jólatónleikar 16 desember svo eitthvað sé nefnt.

 

3. Erindi sem hafa borist hafa

3.1  Ályktanir frá Félagi stjórnenda leikskóla  Kynnt

3.2  Vörður/markmið fyrir Seyðisfjarðarskóla Umræða

3.3   Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir Kynnt

3.4   Kosningavakning Kynnt

3.5  Göngum í skólann Kynnt

3.6  Leikskólum,leikskólabörnum og starfsfólki fækkar Kynnt

3.7  Morgunverðarf.sambandsins um skólamál 17.október Kynnt

3.8  Vegur til farsældar-bein útsending Kynnt

3.9  Rekstrakostnaður á nemenda eftir stærð skóla 2015 Kynnt

 

Fundi slitið kl. 19:30.