Fræðslunefnd 05.12.16

Fræðslunefnd Seyðisfjarðar 10. fundur 2016.

Mánudaginn 5. desember 2016 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman fundar á bæjarskrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Hófst fundur 16:15.

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Ívar Björnsson, Hildur Þórisdóttir, Guðjóns Egilsson og Örvar Jóhannsson. Svandís Egilsdóttir skólastjóri, Ásta G Birgisdóttir deildarstjóri leikskóladeildar, Arna Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar, Sigríður Rún Tryggvadóttir fulltrúi foreldra og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Seyðisfjarðarskóli

1.1.   Erindi frá foreldraráði

Tekið fyrir bréf sem foreldraráði barst er varðar vistunartíma og reglugerð barna í leikskóladeild  Seyðisfjarðarskóla. Umræða.

 

„Fræðslunefnd telur ekki ástæðu til að fjalla um málið frekar og áréttar að það er hlutverk skólastjórnenda skólans að meta aðstæður hverju sinni og rými til undantekninga. Fræðslunefnd styður þá ákvörðun sem tekin var á grundvelli þeirra reglna sem í gildi voru á þeim tíma sem ákvörðun var tekin.

Í framhaldinu leggur fræðslunefnd til að skólastjórnendur kanni hvort skýra þurfi reglur leikskóladeildar í samvinnu við starfsfólk og fulltrúa foreldra.“

 

Fundi slitið kl. 17:15.