2. fundur í fræðslunefnd 13.03.18

FræðslunefndSeyðisfjarðar 2. fundur 2018.

 

Þriðjudaginn 13.mars. 2018 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman á bæjarskrifstofu kaupstaðarins. Hófst fundur 16:15

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Guðjón Egilsson, Hildur Þórisdóttir, Ívar Björnsson og Sigurður O. Sigurðsson. Auk nefndarinnar sátu fundinn Jóhanna Gísladóttir aðstoðarskólastjóri, Þorkell Helgason fulltrú starfsmanna grunnskóladeildar, Elfa Ásgeirsdóttir fulltrúi foreldra grunnskóladeildar og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Niðurstöður Olweus áætlunar

Farið yfir skýrslu. Aðstoðarskólastjóri greindi frá því að helstu niðurstöður könnunar sýndu að heldur hefur dregið úr einelti sem ber að fagna. Könnunin var gerð í 5.-10. bekk.

 

2. Sameining bókasafns og skólabókasafns

2.1 Stefna sameinaðs bókasafns

„Farið yfir stöðu á stefnumótun fyrir sameinað bókasafn. Unnið verður í samvinnu við ferða-og menninganefnd skv. bókun bæjarstjórnar frá 8. mars 2017. Skólastjóri ásamt starfsmanni bókasafns hafa lagt fram fyrstu drög að stefnumótun. Fundað verður í framhaldinu með viðeigandi aðilum til frekari vinnu.“

2.2 Samningur um sameiningu bókasafna

„Farið yfir stöðu á gerð samnings fyrir sameinað bókasafn. Unnið verður í samvinnu við ferða-og menninganefnd skv. bókun bæjarstjórnar frá 8. Mars 2017. Fundað verður í framhaldinu með viðeigandi aðilum til frekari vinnu.“

 

3. Skólastarfið

Umræða m.a. um samræmdu prófin sem tekin voru af 9.bekkingum. Mikil truflun varð á sérstaklega á ensku og ísl.prófinu, en betur gekk með stærðfræðiprófið.

Aðstoðarskólastjóri greindi frá skólaskemmtun sem mun fara fram 16. apríl. Einnig greindi hún frá að nýr starfsmaður er að hefja störf fljótlega hjá skólanum sem mun verða umsjónakennari í 3.og 4.bekk ásamt Söndru sem verið hefur umsjónakennari.

Páskafrí hefst 26. mars.

 

4. Umsagnarbeiðni frá Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um aðgengi að starfrænum smiðjum, 236. mál

„Fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar gerir ekki athugasemd við efni frumvarpsins“

 

5. Erindi sem borist hafa

5.1 Upptaka af málþingi ÖBÍ: Falinn fjársjóður? Kynnt

5.2  Skipan fagráðs eineltismála í grunn-og framhaldsskólum Kynnt

5.3  Góður pistill fráfarandi sviðsstóra fræðslusviðs Akureyrabæjar. Kynnt

5.4  Fréttabréf Hag- og upplýsingasviðs. Kynnt

5.5  Fréttakronikan febrúar. Kynnt

 

Fundi slitið kl. 17:05.