Fræðslunefnd 21.03.17

Fræðslunefnd Seyðisfjarðar 2. fundur 2017.

Þriðjudaginn 21. mars. 2017 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundur 16:15.

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Lárus Bjarnason í stað Ívars Björnssonar, Guðjón Egilsson, Sigurður Ormar Sigurðsson í stað Örvars Jóhannssonar. Svandís Egilsdóttir skólastjóri, Jóhanna Gísladóttir deildarstjóri grunnskóladeildar,Þorkell Helgason fulltrúi kennara, Diljá Jónsdóttir fulltrúi foreldra. Tinna Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra leikskóladeildar og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta inn lið nr. 5. Beiðni um breytingu á skóladagtali leikskóladeildar.

Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundagerð færð í tölvu.

Dagskrá:

1. Niðurstöður Olweus könnunar.

Deildarstjóri grunnskóladeildar fór yfir niðurstöðu Olweusar könnunar.

 

2. Sameining bókasafns og skólabókasafns

Skólastjóri fer yfir málið. Búið að kanna bókasafn í Fjarðabyggð og fara yfir sameiningarferlið. Búið að fá velyrði um að fá sjálfboðaliða SEADS til að hjálpa til við flutninga.

Formaður tekur að sér að tilnefna fulltrúa fræðslunefndar í vinnu við stefnumótun fyrir sameinaðs bókasafn í samvinnu við Ferða-og menningarnefnd

2.1.   Útskrift bæjarstjórnar 8. mars.Stefnumótun fyrir sameinað bókasafn

Sjá lið tvö.

 

3. Vegvísir samstarfsnefndar.SÍS og KÍ

Farið yfir og kynntur vegvísir vegna bókunar 1 í kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Formaður fræðslunefndar var tilnefndur sem fulltrúi sveitarfélagsins í þeirri vinnu af Bæjarráði. Formaður fer yfir að fundur var haldinn með skólastjóra og fulltrúum kennara. Fulltrúar kennara hittu kennara og áttu samtal í tveimur hópum þar sem rætt var um þau atriði sem nefnd eru í bókun 1 og hvað gengi vel, hvað væri helst að og hvernig mætti bæta úr ágöllum. Aðilar funduðu svo aftur þann 20. mars s.l. þar sem farið var yfir þá punkta sem fram komu í samtölum við kennara. Næsti fundur er áætlaður þann 29. mars n.k. þar sem unnið verður að tímasettri umbótaráætlun skv. vegvísinum sem skila á fyrir 1. Maí n.k. og vinna við lokaskýrslu fyrir 1. Júní n.k.

 

4. Útskrift úr fundargerð 1720. Fund bæjarstjórnar dags 15.feb.2017- Heilsueflandi samfélag tilnefning fulltrúa

Fræðslunefnd tilnefnir Guðjón Egilsson sem fulltrúa í að hafa sjónarmið og markmið heilsueflandi samfélags að leiðarljósi í störfum nefndarinnar“

 

5. Beiðni um breytingu á skóladagtali leikskóladeildar.

Skólastjóri óskar eftir að gera breytingu á skóladagatali leikskóladeildar. Áætlaður er starfsdagur þann 21. apríl n.k. samkvæmt samþykktu skóladagatali. Óskar skólastjóri eftir að færa starfsdag til 2. maí n.k. til að starfsmenn allra skóladeilda geti farið í sameiginlega ferð skólans til að skoða Stóru-Tjarnarskóla, Hrafnagilsskóla og Svalbarsstrandaskóla.

 

Fræðslunefnd samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti.

 

6. Erindi sem borist hafa

6.1. Útskrift úr fundagerð 2387.fundar bæjarráðs dags.22.feb.17-Innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla. kynnt

6.2. Kí Eplið-skólamál,kjaramál Kynnt

6.3. Fundur- Náum áttum-umfang kannabisneyslu Kynnt

6.4. PISA 2015 Kynnt

6.5. Opnir fyrirlestrar um niðurstöður PISA 2015 Kynnt

6.6. Bæjarráð 1.feb.17 Kynnt

6.7. Meðalkostnaður á grunnskólanema í feb.17 Kynnt

6.8. Hvatning til sveitarfélaga og skóla: ísl.mót.iðn-og verkreina Kynnt

6.9. Innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla Kynnt

6.10. Bæjarstjórn 15.feb.17  Kynnt

6.11. Kynningarfundur Evrópumiðstöðvar á úttekt á skóla án aðgreiningar Kynnt

6.12. Niðurtöður úttektar Evrópumiðstöðvar Kynnt

6.13. Náum áttum Kynnt

 

Fundi slitið kl. 17:50.