4. fundur í fræðslunefnd 22.05.18

FræðslunefndSeyðisfjarðar 4. fundur 2018.

Þriðjudaginn 22. maí 2018 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman á bæjarskrifstofu kaupstaðarins. Hófst fundur 16:15.

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Bára Mjöll Jónsdóttir í fjarveru Guðjóns Egilssonar, Ívar Björnsson og Sigurður O. Sigurðsson. Auk nefndarinnar sátu fundinn  Svandís Egilsdóttir skólastjóri, Anna Sigmarsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Skóladagatal 2018-19

Skóladagatal lagt fyrir skólaráð þar sem engar athugasemdir voru gerðar.Fræðslunefnd samþykkir sbr.fundagerð frá 23 apríl sl.

 

2. Innra mat

Skólastjóri gerir grein fyrir stöðu á innra mati sem enn er í vinnslu, unnið er að áætlun. Skólastjóri fór yfir niðurstöður skólapúlsins og greindi frá aukinni ánægju foreldra gagnvart leikskóladeildinni sem er mjög gleðilegt. Niðurstöður benda einnig til að foreldrar í grunnskóladeild eru ánægðir með starfið heilt yfir litið.

 

3. Eineltisáætlun

Skólastjóri kynnti drög af eineltisáætlun sem nær yfir báða skóla þeirri vinnu fer að ljúka

 

4. Agastefna Seyðisfjarðarskóla

Skólastjóri fer yfir kynnir agastefnuna „uppeldi til ábyrgðar-uppbygging sjálfsaga“ og ferli innleiðingar.

 

5. Skýrslur HAUST

Umræða um HAUST skýrslur grunnskóladeildar og mötuneyti í Herðubreið. Starfsleyfi beggja þ.e. grunnskóla og mötuneyti í Herðubreið gilda til 1.júní 2019. Umræða um skýrslur

 

6. Fjárhagsáætlun 2019

Kynnt framlögð fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.  

 

7. Til upplýsinga um sýn leikskólakennara á starfsaðstæður og þróun leikskólamála á Austurlandi.  Kynnt.

 

Fundi slitið kl. 18:05.