1. fundur í fræðslunefnd 23.01.18

FræðslunefndSeyðisfjarðar 1. fundur 2018. 

Þriðjudaginn.23.jan. 2018 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundur 16:15

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Bára M.Jónsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Ívar Björnsson og Sigurður O. Sigurðsson. Svandís Egilsdóttir skólastjóri, Ásta G. Birgisdóttir aðstoðarskólastjóri, Anna Sigmarsdóttir fulltrú starfsmanna leikskóladeildar, Elfa Ásgeirs fulltrúi foreldra grunnskóladeildar og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Árskýrsla leikskóladeildar

Farið yfir árskýrslu. Mikil þróun og nýbreytni hefur átt sér stað þó mikil velta hafi verið á starfsmannahaldi og sett sinn brag á starfsemina. Aukið hafði verið stöðugildi við leikskóladeildina. Telja stjórnendur afar brýnt að koma stöðuleika á mönnun deildarinnar svo hægt verði að byggja upp kröftugt skólastarf.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti ársskýrslu leikskóladeildar

 

2. Sumarfrí leikskóladeildar

Skólastjóri leggur til að sumarlokun leikskóladeildar verði frá 4.júlí- 1.ágúst 2018.

Fræðslunefnd gerir engar athugasemdir fyrir sitt leiti og samþykkir sumarlokunina“

 

3. Áætlanir leikskóladeildar

Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri fóru yfir áætlanir sem unnið er að sem liður í samræmingu skóladeilda sem lagðar verða fram seinna. Þar á meðal er móttökuáætlun nýrra barna, starfsmannahandbók ofl.

 

4. Skýrsla skólaþings

Skólastjóri fór yfir og greindi frá skýrslu skólaþings sem haldið var 31.október 2017.

Starfsmenn og skólastjórnendur telja að umræður og punktar sem bárust munu án efa hafa mjög jákvæða þróun fyrir skólastarfið og skólasamfélagið í heild sinni.

 

5. Skólastarfið

Skólastjóri vekur athygli á  hnapp er heitir Deiglan á heimasíðu skólans. Umræður um gjaldskrá og stefnu vegna gestabarna sem þarf að útbúa. Skólastjóri mun vinna að henni í samstarfi við aðstoðarskólastjóra grunnskóladeildar og leikskóladeildar. Vinna þarf stefnu fyrir bókasafnið í samstarfi við ferða- og menninganefnd ásamt samningi milli nefnda um sameinað bókasafn. Formaður tekur að sér að vinna með ferða og menninganefnd.

 

6. Erindi sem borist hafa

6.1 Umræðu-og uppl.fundur 9.feb:Vinakotshópurinn- Kynnt

6.2 Fréttatilk. Aukinn stuðningur við kennara og úrbætur á starfsumhverfi þeirra- Kynnt

6.3 Tillögur Velferðarvaktarinnar gegn brotthvarfi nemenda úr framh.skólum- Kynnt

6.4 Fundagerð skólaskrifstofu Austurlands 06.des og aðalfundar des 17. - Kynnt

6.5 Enskunámskeið Reiðarfirði - Kynnt

6.6 Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2018-2019 -Kynnt

6.7 Opnun umsókna í Endurmenntunarsj.grunnskóla 2018- Kynnt

 

Fundi slitið kl. 17:52.