Fræðslunefnd 23.02.16

Fræðslunefnd Seyðisfjarðar

2. fundur

Þriðjudaginn 23.feb. 2016 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman á efri hæð íþróttahúss  kaupstaðarins að Austurvegi 4. Fundurinn hófst 16:15 

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Sigurður Ormar Sigurðsson í stað Örvars Jóhannssonar, Ívar Björnsson, Hildur Þórisdóttir og Guðjón Egilsson. Jóhanna Gísladóttir skólastjóri, Þórunn Hrund Óladóttir aðstoðarskólastjóri, og Þórunn Eymundardóttir fulltrúi foreldra í stað Diljá Jónsdóttur. Jóhanna Thorsteinsson leikskólastjóri, Ásta Guðrún Birgisdóttir aðstoðarskólastjóri. Anna Sigmarsdóttir í stað Örnu Magnúsdóttur  fulltrúi starfsmanna og Ingvi Ö. Þorsteinsson fulltrúi foreldra. Sigurbjörg Kristínardóttir  tónlistaskólastjóri. Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Leikskólinn, Grunnskólinn, Tónlistarskólinn 16:15

1.1  Endurskoðun skólastefnu

Hildur Þórisdóttir kynnir greinagerð stýrihóps um endurskoðun skólastefnu. Þeim til stuðnings var Gunnar Gíslason ráðgjafi. Lagt til að leik-,grunn-og tónlistarskóli verði sameinaðir undir eina stjórn. Lagt til að skólinn verði deildaskiptur þ.e.grunnskóladeild, leikskóladeild, listadeild (tónlist og aðrar listgreinar) og stoðdeild. Lagt til að gamli skóli verði fyrir bóknám og „nýi skóli“ fyrir verkgreinar og listadeild. Lagt til að bókasafn verði einhverskonar upplýsingamiðstöð. Tillögur stýrihópsins eru ræddar og er hópurinn einhuga um niðurstöðurnar.

„Tónlistarskólastjóri vill að fram komi að hún samþykkir tillögurnar en að hætta sé á að tónlistarnámi verði ekki gert eins hátt undir höfði eins og gert er með núverandi fyrirkomulagi.“

„Fræðslunefnd telur að tillögur stýrihópsins þurfi að senda til kynningar og umsagnar starfsfólks stofnanna og forelda. Fræðslunefnd vísar tillögum til umfjöllunar í skólunum. Skólastjórnendur kynni tillögur fyrir starfsfólki og foreldrafélög kynni fyrir foreldrum og óska eftir athugasemdum. Niðurstöður og athugasemdum skal komið til fræðslunefndar innan tveggja vikna eða 8. mars n.k.“

Hér viku af fundi Jóhanna Gísladóttir, Þórunn Hrund Óladóttir, Þórunn Eymundardóttir, Ásta Guðrún Birgisdóttir, Anna Sigmarsdóttir, Ingvi Ö. Þorsteinsson, Sigurbjörg Kristínardóttir og Vilhjálmur Jónsson.

 

2. Erindi sem borist hafa

2.1  Dagur leikskólans  Kynnt

2.2  Rannsókn meistaranám í talmeinafræði  Kynnt

2.3  Karlar í yngribarnakennslu  Kynnt

2.4   Rúmur fjórðungur grunnskólanemenda fær stuðning  Kynnt

2.5   Frítíminn er okkar fag:samantekt ráðstefnu  Kynnt

 

Fundi slitið kl. 18:21.