Fræðslunefnd 24.01.17

FræðslunefndSeyðisfjarðar 1. fundur 2017.

Þriðjudaginn 24.janúar. 2017 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman á bæjaskrifstofu kaupstaðarins. Hófst fundur 16:15

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Ívar Björnsson, Hildur Þórisdóttir, Guðjóns Egilssonar, Örvar Jóhannsson. Svandís Egilsdóttir skólastjóri, Þorkell Helgason fulltrúi kennara, Diljá Jónsdóttir fulltrúi foreldra grunnskóladeildar. Ásta G Birgisdóttir deildarstjóri leikskóladeildar, Arna Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

 

1. Starfsþróunaráætlun Seyðisfjarðarskóla 2017-2018

Skólastjóri kynnti drög að starfsþróunaráætlun Seyðisfjarðarskóla fyrir starfsárið 2017-2018.

„Fræðslunefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leiti með fyrirvara að starfsheiti sé í samræmi við skipurit“

 

2. Stefna um viðbrögð við forföllum starfsfólks Seyðisfjarðarskóla

Skólastjóri kynnti stefnu, viðmið og verklag í forföllum starfsmanna Seyðisfjarðarskóla. „Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti með fyrirvara að starfsheiti sé í samræmi við skipurit“

 

3. Starfslýsingar stjórnenda deildarstjóra/aðstoðarskólastjóra Seyðisfjarðaskóla

  • Starfslýsing deildarstjóra/aðstoðarskólastjóra- listadeildar

Lagt fram til kynningar

„Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti með fyrirvara að starfsheiti sé í samræmi við skipurit“

 

  • Starfslýsing deildarstjóra/aðstoðarskólastjóra leikskóladeildar

Lagt fram til kynningar

„Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti með fyrirvara að starfsheiti sé í samræmi við skipurit“

 

  • Starfslýsing deildarstjóri grunnskóladeildar/aðstoðarskólastjóri Seyðisfjarðaskóla

Lagt fram til kynningar

„Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti með fyrirvara að starfsheiti sé í samræmi við skipurit“

 

Hér leggur formaður nefndarinnar fram tillögu að bókun með vísan til fyrri bókana í liðum fundarins nr. 1.-3:

„Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur og bæjaryfirvöld til að ákvarða í sameiningu hvort þörf sé á að breyta skipuriti skólans er varðar starfsheiti næstráðenda skólastjóra sem heita deildarstjórar skv. núgildandi skipuriti“

 

4. Ársskýrsla 2015-2016

Skólastjóri fór yfir og greindi frá árskýrslu leikskóladeildar 2015-2016

 

5. Tillaga um viðhorfsbreytingu á gjaldskrá leikskóladeildar

Með vísan til erindis skólastjóra til fræðslunefndar dags. 19. desember 2016 þar sem lagt er til að gjaldskrá leikskóladeildar breytist á þann veg að sér gjald fyrir ávaxtahressingu sé aðeins innheimt ef ekki er keypt morgunhressing, leggur Fræðslunefnd eftirfarandi tillögu fyrir bæjarráð:

Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að gerð verði eftirfarandi gjaldskrárbreyting vegna ávaxta/morgunhressingar á leikskóladeild:

Morgunhressing+ávextir 2.348.- kr

Ávextir 780.- kr“

 

6. Skýrsla um skólaþing

Skólastjóri fór yfir og greindi frá skýrslu skólaþingsins sem haldið var 27.september 2016

 

7. Sumarlokun leikskóladeildar

Skólastjóri leggur til að sumarlokun leikskóladeildar verði frá 10.júlí - 7ágúst.2017.

Fræðslunefnd  gerir engar athugasemdir fyrir sitt leiti og samþykkir sumarlokunina

 

8. Sameining bókasafns og skólabókasafns

Skólastjóri greindi frá fundi sem haldin var vegna sameiningar bókasafns og skólabókasafnsins 12.jan 2017. Staða mála kynnt.

 

9. Erindi sem hafa borist hafa

9.1  Nýjar úthlutunarreglur námsleyfa 2017-2018 Kynnt

9.2  Úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs Kynnt

9.3  Vegvísir samstarfsnefndar SNS og KÍ vegna FG Umræður

9.4  Jafnréttissjóður Íslands-styrkjamöguleikar Kynnt

9.5  Athugasemd KÍ vegna SNS Kynnt

9.6  Geðheilbrigði skólabarna  Kynnt

9.7   Fundargerðir skólamálnefndar Kynnt

9.8  Brexit og færni vinnuaflsins til umfjöllunar Kynnt

9.9      Nýtt veffréttabréf fræðslusviðs Árborgar og skólavefrit Hafnarfj. Kynnt

9.10       Skóla-akur og Skólaverið Kynnt

9.11       Kynningarfundur vegna PISA  Kynnt

9.12       Dagur leikskólans 2017 Kynnt

9.13       Hversvegna fer kennurum fækkandi Kynnt

9.14       Kynning á styrkja-og samstarfsmöguleikum í Evrópusamstarfi Kynnt

 

Fundi slitið kl. 18:50.