3. fundur í fræðslunefnd 24.04.18

Fræðslunefnd Seyðisfjarðar 3. fundur 2018.

Þriðjudaginn 24. apríl 2018 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman á bæjarskrifstofu kaupstaðarins. Hófst fundur 16:15.

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Bára Mjöll Jónsdóttir í fjarveru Guðjóns Egilssonar, Hildur Þórisdóttir, Ívar Björnsson og Sigurður O. Sigurðsson. Auk nefndarinnar sátu fundinn  Svandís Egilsdóttir skólastjóri, Þorkell Helgason  fulltrú starfsmanna grunnskóladeildar og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu.

Dagskrá:

1. Umsókn um launalaust leyfi

Skólastjóri greindi frá því að Jóhanna Gísladóttir hefur sótt um launalaust leyfi og/eða tilfærslu í starfi í eitt ár frá og með 1. ágúst 2018.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti ársleyfi aðstoðarskólastjóra grunnskóladeildar frá 1. ágúst 2018.“

2. Skóladagatal 2018-19

Lögð var fram tillaga að skóladagatali 2018-19 grunnskóladeildar og leikskóladeildar.

„Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl grunnskóladeildar og leikskóladeildar fyrir sitt leyti.“

3. Beiðni um aukið kennslumagn í grunnskóladeild 2018-2019

Tekið fyrir erindi frá Svandísi Egilsdóttur þar sem hún fer fram á aukið kennslumagn eða sem svarar einni stöðu kennara vegna fyrirsjáanlega mikillar aukningu barna með sérkennsluþarfir. Telur hún brýna þörf á þar sem álag á kennara og ekki síst nemenda er mikið. Sótt er um aukinn stuðning fyrir yngsta stigið og stuðning við kennslu á miðstigi grunnskóladeildar.

Skólastjóri telur tillögur um aukið kennslumagn ekki rúmast innan fjárhagsramma ársins. Fræðslunefnd telur rök skjólastjóra vera þess eðlis að bregðast þurfi við beiðni hans um aukið fjármagn til kennslumagns til að mæta aukinni þörf fyrir stuðning við nemendur og starfsfólk. Ljóst er að mikið álag var á síðasta vetri vegna veikinda og merkjanlegan óviðunandi námsárangur hjá hópi nemenda og fyrirséð er að aukið álag verði á næsta ári vegna sérkennsluverkefna og fjölgunar nemenda.„

4. Barngildi í leikskóladeild á næstu mánuðum

Til upplýsinga var farið yfir barngildi leikskóladeildar.

5. Heilseflandi stefna

Skólastjóri kynnti stefnu heilsueflandi skóli

Farið yfir og kynnt Heilsueflandi stefnu Seyðisfjarðaskóla.

Fræðslunefnd fagnar frábæru starfi í Heilsueflandi skóla“

6. Samningur Seyðisfjarðarskóla við Skaftfell-til upplýsinga

Farið yfir og kynntur samningur milli Seyðisfjarðarskóla og Skaftfell. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með samvinnu  milli Skaftfell og Seyðisfjarðarskóla.

7. Skólastarfið

Skólastjóri greindi frá að skólastarfið gengi nokkuð vel og spennandi hlutir eru framundan.

8. Erindi sem borist hafa

8.1 Réttur barna í opinberri umfjöllun. Kynnt

8.2  Endurfyrirlögn samræmdra könnunarprófa. Kynnt

8. 7. Þing KÍ. Kynnt:

8.4  Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2018. Kynnt

8.5  KÍ Eplið-skólamál,kjaramál og flr. Kynnt

8.6  Morgunverðarfundur um skólamál 27 apríl. Kynnt

8.7  Endurútgáfa á handbókum um velferð og öryggi barna í grunnskólum og leikskólum. Kynnt.

8.8  Til upplýsinga um sýn leikskólakennara á starfsaðstæður og þróun leikskólamála á Austurlandi. Frestað til næsta fundar til frekari umræðu.

8.9   Fréttatilkynning: grunnskólasamfélagið upplýst reglubundið um könnunarprófin. Kynnt.

8.10Lögfræðiálit v/samræmdra könnunarprófa og fréttatilkynning. Kynnt.

8.11Niðurstaða menntamálaráðherra vegna samræmdra könnunarprófa í 9.bekk. Kynnt.

 

Fundi slitið kl. 17:47.