Fræðslunefnd 24.10.17
FræðslunefndSeyðisfjarðar 7. fundur 2017.
Þriðjudaginn.24.okt. 2017 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundur 16:15
Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Guðjón Egilsson, Kolbeinn Agnarsson í stað Hildar Þórisdóttur og Sigurður O. Sigurðsson. Svandís Egilsdóttir skólastjóri. Anna Sigmarsdóttir fulltrú starfsmanna leikskóladeildar og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.
Fundagerð færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Starf- og fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarskóla
1.1 Grunnskóladeild - Starfs og fjárhagsáætlun - lokaumræða
Skólastjóri greindi frá því að engar efnislegar breytingar væri á starfsmannaáætlun .
Starfsmannaáætlun samþykkt með lítilháttar breytingum frá síðasta fundi.
1.2 Leikskóladeild – Starfs og fjárhagsáætlun – lokaumræða
1.3 Listadeild – Starfs og fjárhagsáætlun - lokaumræða
2. Skólastarfið
Farið yfir stöðu í starfsmannamálum og framkvæmdum í skólanum. Umræða
3. Erindi sem borist hafa
3.1Ályktun um stöðu barna
Ályktun var rædd og mögulegar ástæður þessarar þróunar. Oftar en ekki eru yngstu börnin á leikskólum með lengstu viðveru. Fræðslunefnd telur að skoða þurfi stöðu fjölskyldufólks í samfélaginu og að ástæður fyrir lengri vistun barna eru margþættar.
3.2 Skólaþing sveitarfélaga - Kynnt
3.3 Fundagerð framkv.stjórnar skólaskrifstofu Austurlands - Kynnt
Fundi slitið kl. 17:08.