Fræðslunefnd 25.04.17

Fræðslunefnd Seyðisfjarðar 3. fundur 2017.

Þriðjudaginn 25.apríl. 2017 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman á bæjarskrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Hófst fundur 16:15

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Ívar Björnsson, Guðjón Egilsson, Örvar Jóhannsson og Hildur Þórisdóttir.Svandís Egilsdóttir skólastjóri ,Þorkell Helgason fulltrúi kennara, Diljá Jónsdóttir fulltrúi foreldra. Ásta G. Birgisdóttir deildarstjóri leikskóladeildar, Anna Sigmarsdóttir fulltrúi starfsmanna  og Tinna Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra. Inga Þorvaldsdóttir ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Skóladagatal

Farið yfir skóladagatal sem er komið langt á veg. Frestað til næsta fundar

 

2. Innra mat

Skólastjóri fór yfir stöðu. Innra mat er enn í vinnslu. Frestað til næsta fundar

 

3. Sameining skóladeilda

Umræða. Skólastjóri greindi frá að sameining gengi vel. Hugmynd er að m.a. að flytja kennslu listadeildar inn í rauða skóla næsta haust.

 

4. Sameining bókasafns og skólabókasafns

Umræða. Sameiningin gengur vel og greindi skólastjóri frá því að stefnt sé á flutning í sumar og því verkefni verði  lokið að mestu við upphaf skólaárs 2017-2018.

 

5. Vegvísir samstarfsnefndar.SÍS og KÍ – vinnumat kennara

 Enn í vinnslu og  áætlað er að lokaskýrslu verði skilað fyrir 1.júní

 

6. Starfsmannamál leikskóladeildar

Svandís fór yfir starfsmannamál. Fyrirséðar eru töluverðar breytingar á starfsfólki þar sem fjórir starfsmenn hætta á næstu dögum/mánuðum. Ekki hefur enn tekist að manna í allar þær stöður.

 

7. Kennslumagnsáætlun grunnskóladeildar

Frestað til næsta fundar

Hér viku af fundi: Tinna Guðmunds, Benedikt, Ásta Guðrún, Þorkell, Diljá, Anna og Svandís Egilsdóttir.

 

8. Erindi sem borist hafa 

8.1.   Kí Eplið-skólamál, kjaramál og flr Kynnt

8.2.   Árskýrsla undanþágunefndar grunnskóla 2015-2016  Kynnt

 

Fundi slitið kl. 18:30.