Fræðslunefnd 25.10.16

FræðslunefndSeyðisfjarðar 8. fundur 2016. 

Þriðjudaginn 25.október. 2016 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman í íþróttahúsi kaupstaðarins (efri hæð). Hófst fundur 16:15

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Ívar Björnsson, Kolbeinn Agnarsson. Svandís Egilsdóttir skólastjóri Jóhanna Gísladóttir deildarstjóri grunnskóladeildar. Þorkell Helgason fulltrúi kennara. Arna Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna, Tinna Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Sameining skóladeilda

Umræður um stöðu mála. Unnið að ýmsum stefnum.

 

2. Fjárhags- og starfsáætlun Seyðisfjarðarskóla

Grunnskóladeild

2.1  Fjárhagsáætlun – lokaumræða

Skólastjóri greindi frá því að ekki rúmist áherslur vegna fjárhagsáætlunar 2017 innan ramma og þörf sé á aukafjárveitingu.

Rætt um viðauka við fjárhagsáætlun.

2.2  Húsnæðismál

Umræða

Svandís lagði fram hugmyndir að húsnæðismálum sem vinna þarf áfram með starfsfólki.

„Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með að tillögur séu komnar fram og unnið sé að lausn mála.“

Leikskóladeild

2.3  Fjárhagsáætlun – lokaumræða

Skólastjóri greindi frá því að ekki rúmist áherslur vegna fjárhagsáætlunar 2017 innan ramma og þörf sé á aukafjárveiting

Áhersla lögð á nauðsyn þess að leysa hljóðvistarvandamál í leikskóladeild. Mikil vöntun á tölvum og skólahúsgögnum. Auka þarf mönnun leikskóladeildar um 50% stöðu.

Rætt um viðauka við fjárhagsáætlun

Listadeild

2.4  Fjárhagsáætlun – lokaumræða

Skólastjóri greindi frá því að fyrst og fremst yrði tilfærsla á milli deilda innan ramma, en ljóst er að mönnun er lítil og vöntun á starfsfólki. Listadeild er nokkuð óskrifað blað og óljóst hvernig fjárhagsáætlun verði útfærð.

 

3. Erindi sem borist hafa

3.1  Breyting á grunnskóalögum nr.91/2008 – Helstu breytingar á vef Menntamálaráðuneytisins  Kynnt

3.2  Skóli fyrir alla – Morgunverðafundur SÍS:tvítyngd börn  Kynnt 

 

Fundi slitið kl. 18:38.