Fræðslunefnd 26.01.16

Fræðslunefnd Seyðisfjarðar 

1.fundur 2016 

Þriðjudaginn 26. jan. 2016 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman til fundar á efri hæð íþróttahúss  kaupstaðarins að Austurvegi 4. Fundurinn hófst 16:15

Mættir voru: Íris Árnadóttir form. Sigurður Ormar Sigurðsson í stað Örvars Jóhanssonar, Ívar Björnsson, Hildur Þórisdóttir  og Inga þorvaldsdóttir sem ritaði fundagerð.

Vegna liðar 1 voru mætt: Jóhanna Gísladóttir skólastjóri, Þórunn Hrund Óladóttir aðstoðarskólastjóri, Þorkell Helgason fulltrúi starfsmanna og Diljá Jónsdóttir fulltrúi foreldra.

Vegna liðar 2 voru mættir allir skólastjórar skólanna

Vegna liðar 3 voru mætt: Jóhanna Thorsteinsson leikskólastjóri og  Arna Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Vegna liðar 4 var mætt: Sigurbjörg Kristínardóttir  tónlistaskólastjóri.

 

Dagskrá:

1. Grunnskólinn kl. 16:15

1.1  Innra mat. Skólastjóri greindi frá að ekki hafi verið fundað sérstaklega um málið en nefnd hefur verið skipuð og fer vinna í gang nú í á næstunni. Hún fór yfir þau tæki og tól sem notast er við við matið t.a.m. skólapúlsinn og könnun Olweusar. Farið yfir vel yfir málin og unnið verður áfram með innra matið.

1.2 Húsnæðismál.

Farið yfir stöðuna. Ekkert nýtt hefur komið fram sem skólastjórnendur eða starfsfólk hefur komið sem saman um. Málin rædd og niðurstaðan er sú að ekki er lausn í sjónmáli sem allir eru á eitt sáttir með.

1.3 Skólastarfið.

Farið yfir starfsmannamál. Farið yfir atriði sem verða á dagskrá á næstunni t.d. danskennsla verður í apríl. Þurrablót verður haldið nú eftir nokkurra ára hlé. Smiðjur á vegum Skaftfells á dagskrá í febrúar. Textílmennt verður nú í vali nemenda.Viskubrunnur byrjar í febrúar. Skólaskemmtun verður í mars.

2. Leikskólinn, Grunnskólinn, Tónlistarskólinn 17:00

2.1  Endurskoðun skólastefnu – umræða. Hildur fór yfir málin-  Gunnar kemur 5. Febrúar til fundar með stýrihóp. Til stendur að koma með heilstæða skólastefnu í febrúar.

Hér yfirgáfu Jóhanna Gísladóttir,Þórunn Óladóttir, Þorkell Helgason og Diljá fundinn

3. Leikskólinn Sólvellir kl.17:15

3.1  Innra mat.

Innra mat hefur ekki farið formlega fram en unnið hefur verið í áætlunum. Sjálfsmat á síðasta starfsmannafundi og starfsviðtöl í byrjun mars ofl. sem unnið er með. Skólastjóri kemur með fyrirspurn um Skólapúlsinn hefur ekki verið innleitt í leikskólanum. Formaður tekur að sér að kanna hvort ekki hafi verið gert ráð fyrir leikskólanum í því starfi.

3.2  Skólastarfið.

Málin rædd. Ásta Guðrún kemur úr fæðingarorlofi í byrjun febrúar í hálft starf. Mikil veikindi hafa verið meðal starfólks. Mannekla vegna fjarveru en almennt á vera nokkuð góð mönnun. Skólastjóri segir frá starfinu, skólinn mun taka þátt í  Ljósahátíð List í ljósi. Skólastjóri hefur ákveðnar skoðanir á matseðli skólamötuneytis og lýsir því yfir að matseðill henti illa yngstu börnum leikskólans.

3.3  Hljóðvistarmæling.

Leikskólastjóri kynnir niðurstöður skýrslu hljóðvistamælingar sem unnin var af EFLU verkfræðistofu. Hún segir að ástandið sé óviðunandi og að það sé forgangsatriði að gerðar verði lagfæringar á húsnæðinu til að bæta hljóðvist. Umræður um mögulegar lausnir.

„Fræðslunefnd leggur enn og aftur áherslu á að gerðar verði lagfæringar á húsnæði leikskólans er varðar hljóðvistarvandamál. Niðurstöður skýrslu EFLU verkfræðistofu styðja þörf við úrbætur. Lagt er til að fengnir verði til þess fagaðilar sem koma með ásættanlegar lausnir.“

3.4  Sumarleyfislokun. Jóhanna óskaði eftir samþykki fyrir að sumarlokun leikskólans yrði frá 11. júlí- 5. ágúst í samræmi við niðurstöður könnunar meðal foreldra sem gerð var í samstarfi leikskóla og foreldrafélags. Meirihluti þátttakenda óskaði eftir þessari tímasetningu.

„Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna og samþykkir hana fyrir sitt leyti.“

Hér yfirgáfu Jóhanna Thorsteinsdóttir og Arna Magnúsdóttir fundinn

4. Tónlistarskólinn kl.18:00

4.1 Skólastarfið

Skólastjóri fór yfir starfið og tilkynnti um fjölgun nemenda á vorönn 2016. Farið yfir breytingar í starfsmannamálum. Skólastjóri greindi frá nýrri gjaldskrá vegna útleigu hljóðfæra, snúra og fleira. Tilraun til stofnunar foreldrafélags tónlistaskólans sem ekki hefur gengið eftir. Greindi frá trommunámskeiði sem gekk mjög vel.

Hér yfirgaf Sigurbjörg fundinn. 

5. Fundargerðir sem hafa borist hafa.

5.1  Fundagerð aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands  6. nóv. 2015

Erindi kynnt.

5.2  Fundagerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 13. okt. 2015

Erindi kynnt.

5.3  Fundagerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands.

Erindi kynnt.

6. Erindi sem borist hafa til kynningar

6.1  Læsisteymi Menntamálastofnunar -kynnt

6.2  Hljóðmælingar og niðurstöður -kynnt

6.3  Karlar í yngribarnakennslu - kynnt

6.4  Nýr skóla-akur-kynnt

6.5  Fréttabréf skóla-og frístundasviðs Rvk.-kynnt

6.6  Fréttabréf skóalskr/sveitarfélaga um skólamál- kynnt

6.7  Orðsporið 2016 og tónlistarmyndbandakeppni- kynnt

6.8  Kynning á nýrri Listahátið- kynnt

6.9  Menntaáætlun Nordplus 2016 - kynnt

6.10 Skólavarða kennarasambands Íslands- kynnt

6.11Úthlutun námsleyfa v/skólaársins 2016-2017 -kynnt

Fundi slitið kl.19:24.