Fræðslunefnd 26.04.16

FræðslunefndSeyðisfjarðar 4. fundur 2016.

Þriðjudaginn 26. apríl. 2016 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman í íþróttahúsi kaupstaðarins (efri hæð). Hófst fundur 16:15.

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið 1,3 „Hreinsun sparkvallar“ Bréf frá foreldrafélagi Seyðisfjarðarskóla“ og 2,5. „Fundur foreldraráðs í leikskólanum Sólvellir 8.apríl 2016“. Afbrigði samþykkt samhljóða.

 

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Örvar Jóhannsson, Kolbeinn Agnarsson í stað Hildar Þórisdóttur, Guðjón Egilsson. Jóhanna Gísladóttir skólastjóri Þórunn Hrund Óladóttir aðstoðarskólastjóri. Þorkell Helgason fulltrúi kennara og Diljá Jónsdóttir fulltrúi foreldra. Ásta Guðrún Birgisdóttir leikskólastjóri, Arna Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna og  Ingvi Ö. Þorsteinsson fulltrúi foreldra. Sigurbjörg Kristínardóttir tónlistaskólastjóri og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1. Grunnskólinn 16:15

1.1  Skóladagatal.

Skólastjóri kynnti dagatalið fyrir árið 2016-2017. Umræður m.a. um breytingar sem verða á samræmdum prófum 10.bekkjar á næsta ári. Unnið er að færa samræmdu prófin niður í 9. bekk og taka því báðir árgangar prófið næsta vor eða í mars.

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal fyrir sitt leyti

1.2  Skólastarfið.

Skólastjóri greindi frá að skólasálfræðingur hefði heimsótt skólann og haldið fyrirlestur fyrir börn og starfsfólk. Greindi frá margskonar skemmtilegum verkefnum sem voru/eru í gangi m.a. skíðadagur, skólahreysti, kvikmyndanámskeið og danskennsla sem er mikið ánægjuefni eftir langt hlé. Kynning á kennslumagni skólans. Hugmyndir um breytt fyrirkomulag t.a.m. samkennsla/teymiskennslu í 1. 2. og 3. bekk með tvo kennara og 4. til 6. með tvo kennara teymi og 7. og 8. bekkur saman og síðan 9. og 10. bekkur.

1.3  Bréf foreldrafélags Seyðisfjarðarskóla vegna sparkvallar.

Umræða. Fræðslumálaráð vísar erindinu til velferðanefndar þar sem efni bréfsins heyrir undir þá nefnd.

 

Hér viku af fundi, Jóhanna Gísladóttir,Þórunn Óladóttir,Þorkell Helgason og Diljá Jónsdóttir

 

2. Leikskólinn Sólvellir kl. 17:15

2.1  Ársskýrsla 2014-2015. Frestað til næsta fundar.

2.2  Skóladagatal.

Farið yfir skóladagatal 2016-2017.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti.

2.3  Skólastarfið.

Breytingar á starfsmannahaldi. Enn er mikil veikindi og mannekla en horfir fram á betri tíð. Tveir starfsmenn að hætta en tveir nýir koma til starfa 2. Maí. Jóhanna Thorsteinsson hefur látið af störfum og hefur Ásta Birgisdóttir tekið við stjórn leikskólans og bíður nefndin hana velkomna. Þakkar nefndin  Jóhönnu fyrir og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

2.4  Fundagerð foreldraráðs 8. apríl.2016.

Foreldraráð hefur lagt fram fyrirspurn um verklagsreglur fyrir starfsmenn og fyrirkomulag við móttöku nýrra starfsmanna. Skólastjóri fer yfir þær verklagsreglur sem í gildi hafi verið og upplýsir að í vinnslu er að uppfæra starfsmannahandbók og yfirfara þau mál. Fræðslunefnd mun fylgja eftir málinu.

 

Hér viku af fundi, Ásta G. Birgisdóttir, Arna Magnúsdóttir og Ingvi Ö. þorsteinsson

 

3. Tónlistaskólinn kl.18:00

3.1  Skólastarfið.

Skólastjóri greindi frá því að skólinn verður með vorpróf í fyrsta skiptið. Vortónleikar verða haldnir 19 maí og kennsla verði fram til 31. maí. Einnig greindi hún frá því að tónlistaskólanum barst nýtt hljóðkerfi að gjöf í vetur frá Lions- klúbbi Seyðisfjarðar. Farið yfir starfsmannamál. Eygló Jóhannsdóttir lætur af störfum og óvíst hver kemur í hennar stað. Skólastjóri kom með tillögu um að myndlistadeild Seyðisfjarðarskóla fái aðstöðu á efri hæð tónlistaskólans. Gæti það verið fyrsta skref að stofnun listadeildar sem gert er ráð fyrir í nýrri stefnu bæjarins. Fræðslunefnd lýst vel á hugmynd skólastjóra og leggur til við bæjarráð að hún verði tekin til skoðunar við frekari vinnslu skólastefnunnar.

 

Hér vék Sigurbjörg Kristínardóttir af fundi.

 

4. Erindi sem borist hafa

4.1  Fréttabréf fræðslusviðs Árborgar. kynnt

4.2  Stuðningur við tónlistanám. Umræða

4.3  Innleiðing rafrænna prófa. Kynnt

4.4  Fundur um skólamál á Grand hótel. Kynnt

4.5  Skólavefritið,Skóla-akur. Kynnt

4.6  Málþing Radda og íslenskrar málnefndar. Kynnt

4.7  Endurmenntunarsjóður Grunnskóla. Kynnt

4.8  Sjávarútvegsskólinn. Kynnt

4.9  Uppl.um stöðu skóla frá MMS. Kynnt

 

Fundi slitið kl. 19:10.