Fræðslunefnd 26.09.17

FræðslunefndSeyðisfjarðar 6. fundur 2017. 

Þriðjudaginn 26. sept. 2017 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundur 16:15

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Bára Mjöll Jónsdóttir í stað Guðjóns Egilssonar, Hildur Þórisdóttir og Örvar Jóhannsson.Svandís Egilsdóttir skólastjóri, Benedikt Hermannsson stjórnandi listadeildar, Ásta G. Birgisdóttir stjórnandi leikskóladeilda, Elva Ásgeirsdóttir fulltrúi foreldra. Anna Sigmarsdóttir fulltrú starfsmanna leikskóladeildar og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu.

Dagskrá:

 

1. Starfs-og áhersluatriði Seyðisfjarðarskóla

1.1  Grunnskóladeild

Skólastjóri fór yfir starfsáætlun, greindi frá því að flutningar, sameining og samræming skólans gengi vel. Ýmislegt er enn í vinnslu m.a. matsalur nemenda sem er í skoðun og er horft til breytinga þar. Félagsmiðstöðin þarf einhverrar endurskoðunar vegna manneklu og er ekki starfandi eins og er. Bókasafn er á lokametrunum og stefnt að opnun 4. okt. n.k. Ljúka þarf ýmsum verkefnum er varða bætta aðstöðu kennara, nemenda og skólans í heild. En allt hefur gengið vonum framar. 

1.2  Leikskóladeild

Farið yfir starfsáætlun leikskóladeildar. Farið yfir innleiðingu nýrrar skólastefnu, bætta hljóðvist, áætlanir um að endurbæta leikvöll og fleira.

1.3  Listadeild

Farið yfir starfsáætlun Listadeildar.            

Skólastjóri greindi m.a. frá því að starf listadeildar sé að mótast og þróast eftir ákveðinni stefnu og  komi í auknu mæli að starfi í grunn- og leikskóladeild. Stjórnandi listardeildar greindi frá því að 25% aukning sé í nemendafjölda frá síðasta ári og því orðið undirmannað.

 

„Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlanir fyrir allar deildir skólans fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki skólaráðs sem áætlar að funda 9. október n.k.“

 

2. Áhersluatriði fræðslunefndar fyrir árið 2018

Umræður um áherslur nefndarinnar varðandi starfs- og fjárhagshagsáætlanir ársins 2018 ræddar og farið yfir þau málefni sem áætlað er að formaður kynni fyrir bæjarráði á fundi 27. september 2017.

 

3. Erindi sem borist hafa

3.1  Persónuvernd í íslensku skólasamfélagi. Kynnt

3.2  Leikskólabörnum og starfsfólki á leikskólum fækkar. Kynnt

3.3  Lokaskýrsla Þróunarverkefni Sprotasj.2017. Kynnt

3.4  Opnun lesfimiprófa Lesferils. Kynnt

3.5  Þátttaka skóla í lesfimiprófunum. Kynnt

3.6  Námsleyfisjóður.Kynnt

3.7  Markmið og viðmið fyrir starf frístundaheimila. Kynnt.

 

Fundi slitið kl. 19:00.