Fræðslunefnd 28.11.17

FræðslunefndSeyðisfjarðar 8. fundur 2017.

Þriðjudaginn.28.nóv. 2017 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundur 16:15

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Bára M.Jónsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Lárus Bjarnason og Sigurður O. Sigurðsson. Svandís Egilsdóttir skólastjóri. Anna Sigmarsdóttir fulltrú starfsmanna leikskóladeildar, Þorkell Helgason fulltrúi grunnskóla kennara og  Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Starfs- og fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarskóla

1.1.   Árskýrsla leikskóladeildar 2016-2017
Frestað fram á næsta fund.

1.2.   Skýrslur HAUST
Umræða um HAUST skýrslu leikskóladeildar. Aðrar skýrslur hafa ekki verið unnar og eftirlit í öðru húsnæði skólans hefur ekki farið fram. Það verður tekið fyrir jafnóðum og þær skýrslur berast.

Eitt og annað hefur verið lagað á leikskóladeild og fagnar fræðslunefnd því að hurðar eru komnar fyrir WC barnanna ásamt fleiru sem hefur verið gert á árinu. Enn er þó eitt og annað sem hefur ekki verið lagfært en skv. upplýsingum frá leikskóladeild og skólastjóra þá hefur skýrslan verið send á viðeigandi til athugunar og úrbóta.

 2. Skólastarfið

Milliniðurstöður úr Skólapúlsinum. Skólastjóri greinir frá hvað hefur batnað á milli ára en vekur athygli á að það þurfi að vinna með ákveðna hópa í skólanum til að bæta sjálfsímynd. Stúlkur eru þar áberandi og er verið að skoða hvað er hægt að gera til að bæta úr því og vellíðan í skóla. Niðurstöður voru ekki alveg eftir þeim skimunum sem gerðar hafa verið en unnið er að því að finna leiðir til að bæta úr.

Fræðslunefnd telur að innleiðing Skólapúlsins hafi verið jákvæð og gott tæki til að bæta skólastarfið fyrir nemendur bæði námslega og félagslega.

 

3. Erindi sem borist hafa

3.1  Uppfærðar leiðb.um persónuvernd...-  Kynnt

3.2  Lokaskýrsla Evrópumiðstöðvar - Kynnt

3.3 Augl.fyrir málþing persónuverndar - Kynnt

 

Fundi slitið kl. 17:08.