1. fundur í hafnarmálaráði 07.01.20

1. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2020

Þriðjudaginn 07. janúar 2020 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44.  Hefst  fundurinn kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.

Unnar B. Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B-lista mætti ekki.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. 

Fundargerð var færð í tölvu.

 

 Dagskrá:

1. Rafmagn á Bjólfsbakka - Rúnar Gunnarsson yfirhafnarvörður boðaður á fundinn undir þessum lið.

Rúnar fer yfir stöðu rafmagnsmála á Bjólfsbakka. Hafnarstjóra falið að fá tilboð í hönnun í samræmi við umræður á fundinum. 

Rúnar yfirgaf fundinn kl. 16:40

 

2. Gjaldskrá - Norræna

Farið yfir gjaldskrá, hafnarstjóra falið að senda hana til Smyril-Line.

 

3. Angró

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að ræða við Elvar Már Kjartansson og Inga Rafn Steinarsson um ákveðna verkþætti við endurgerð Angró.  

Hafnarstjórn leggur jafnframt til að byggingarfulltrúi verði umsjónarmaður verksins fyrir hönd hafnarsjóðs. Einnig að samráð verði við Minjastofnun sem og arkitektinn Gunnlaug Björn Jónsson sem annaðist skoðun og úttekt á húsinu í nóvember 2013. Verkáætlun hefur hingað til stuðst við þá úttekt sem og leiðbeiningar frá Minjastofnun.

Hafnarstjóra er falið að fá þar til bæran aðila til þess að gera burðarþolsúttekt á húsinu.

 

4. Króli

Hafnarmálaráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð nr. 2 frá Króla með fyrirvara um fengið lögfræðiálit. Hafnarmálaráð fer fram á að bryggjan verði fjarlægð af hafnarsvæðinu fyrir 1. apríl 2020, eftir þann tíma verða innheimt stöðugjöld af hálfu hafnarsjóðs.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að ganga frá samkomulaginu.

 

5. Sjóvarnir við Sæból

Fyrir fundinum liggja gögn sem staðfesta það að hafnarsjóður getur farið í verkið strax á árinu 2020 og að hafnarbótasjóður muni annaðhvort flýta styrkgreiðslu eða greiða styrkinn út á úthlutunarári verkefnisins, árið 2022.

 

6. Endurbætur á gámasvæði 

Tillaga umhverfisnefndar um endurbætur á gámasvæði er vísað til fjárhagsáætlunargerðar. Hafnarmálaráð beinir því til yfirhafnarvarðar að kanna hversu mikið af gámum eru í leyfisleysi á svæði hafnarinnar og að sjá til þess að þeir verði fjarlægðir.  

 

7. Hafnarsamband Íslands 26.11.2019 - 417. fundur Hafnarsambands Íslands , fundargerð og fundargögn

Hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar tekur undir áskorun Vesturbyggðar varðandi það að endurskoða ákvæði hafnarlaga nr. 61 / 2003 vegna fiskeldis.  

Hafnarmálaráð lýst vel á framkomna tillögu til þingsályktunar um gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi og telur það gott framfaraskref.

 

Fundi slitið kl. 18.20.