10. fundur í hafnarmálaráði 07.11.19

10. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019

Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44.  Hefst  fundurinn kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.

Unnar B. Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B- lista mætti ekki.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. 

Fundargerð var færð í tölvu.

 

 

Dagskrá:

1. Fjármál – Sigurður Álfgeir Sigurðarson mætir undir þessum lið og fer yfir drög að gjaldskrá, fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun fyrir 2020.

 

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir höfnina árið 2019.

Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2020“.

 Lagt fram yfirlit vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2020 og farið yfir helstu forsendur. Hafnarmálaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2020“.

Sigurður vék af fundi kl. 17:58

 

2. Hafnasamband Íslands – 24.10.2019 – Fundargerðir:

2.1. 18. fundur Siglingaráðs 5. september 2019.

2.2. Samráðsnefnd.

2.3. Hafnarsamband Íslands 416. fundur.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

3. Olíuleki úr El Grillo, fundur með sérfræðingum Breska varnarmálaráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar.

Hafnarstjóri og yfirhafnarvörður voru boðuð á fund Landhelgisgæslunnar fyrir skömmu þar sem farið var yfir niðurstöður gæslunnar varðandi könnunarleiðangur sem þeir gerðu í október hér á Seyðisfirði. Gæslan fann mikinn leka frá flakinu sem þeir telja mikilvægt að stöðva hið fyrsta og lögðu til við ráðuneytið að það yrði gert strax næsta vor. Þeir lögðu einnig til að sett yrði reglubundið eftirlit með flakinu. Unnið er áfram að lausn mála.

Hafnarstjóri og yfirhafnarvörður hafa einnig átt fund með sérfræðingum breska varnamálaráðuneytisins vegna sama máls. Þeirra aðkoma er óljós á þessu stigi málsins.

 

4. Raftenging Norrænu – fundur í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 

Yfirhafnarvörður og hafnarstjóri áttu fund með fulltrúum frá Eflu, Smyrilline og fjórum ráðuneytum vegna raftengingu Norrænu og möguleikum á fjárstyrk frá hinu opinbera inn í það verkefni. Fundurinn var mikilvægur og upplýsandi. Málið er í vinnslu.

 

5. FAB travel og Igtours – beiðni um aðstöðu. 

Málið í vinnslu.

  

5. Strandarbakki – hönnun svæðis og framtíðarskipulag.

Hafnarstjóra falið að hafa samband við hönnuðinn til þess að ræða framtíðarmöguleika og til að fá hann á fund með hafnarmálaráði sem fyrst.

 

6. Angró  

Hafnarstjóra falið að sækja um styrk til endurbóta á Angró til Húsafriðunarnefndar.  

 

Fundi slitið kl. 19:31.