3. fundur í hafnarmálaráði 26.03.19

3. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019 

Þriðjudaginn 26. mars 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44.  Hefst  fundurinn kl. 16.15

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.

Unnar Sveinlaugsson, áheyrnafulltrúi B – lista.

 

Fundargerð ritaði hafnarstjóri. 

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Rúnar Gunnarsson mætir á fundinn og fer yfir málefni varðandi höfnina.

1.1. Draugaskip í smábátahöfn.

Nokkuð er orðið um báta sem eru vanhirtir í smábátahöfninni. Hafnarstjóra og yfir- hafnarverði er falið að skrifa bréf til eigenda.

 

1.2. Rafmagn á Bjólfsbakka.

Yfirhafnarverði falið að finna lausn á málinu.

 

1.3. Hlið á Strandarbakka. Eitt tilboð til viðbótar hefur borist til hafnarinnar.

Málið áfram í vinnslu.

 

1.4. Sjóvarnir við Sæból

Hafnarstjóra falið að hafa samband við siglingasvið vegagerðarinnar varðandi sjóvarnir við Sæból.

 

2. Lögreglan á Austurlandi – tillaga að bráðabirgðalausn húsnæðis lögreglunnar á Seyðisfirði.

Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram.

 

Rúnar víkur af fundi kl. 17:13

 

3. Angró – lögfræðiálit.

Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við byggingarfulltrúa og forstöðumann Tækniminjasafnsins.

 

4. Minnisblað vegna þáttöku hafnarinnar á ráðstefnu Cruise Europe í Belgíu.

Oddný Björk var fulltrúi hafnarinnar á ráðstefnunni og kynnir heimsóknina fyrir fundarmönnum.

Hafnarráð þakkar fyrir góða kynningu.

 

5. Fyrirspurn frá Gáru varðandi umsýslu með hafnsögugjald.

Hafnarráð samþykkir að leggja fram breytingatillögu á gjaldskrá hafnarinnar, varðandi hafnsögugjöld. Hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að útfæra tillöguna til samþykktar fyrir bæjarstjórn.“

 

6. Styrkveiting úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða.

Oddný Björk víkur af fundi kl. 18:10

 

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt styrk í endurbætur á vinsælli gönguleið  sem liggur út í Skálanes, að upphæð kr. 15.850.000.

Hafnarráð felur hafnarstjóra að ganga frá samningi við Ólaf Pétursson um yfirumsjón með verkefninu.

 

Hér mætir Oddný Björk aftur á fundinn kl. 18:23

 

7. Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði – Aldan og Bakkahverfi.

Beiðni um umsögn um drög að tillögu að matsáætlun vegna snjóflóðavarna á Seyðisfirði.

Áformað er að reisa snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði undir Bjólfshlíðum með það að markmiði að bæta öryggi Seyðisfjarðar gagnvart snjóflóðum. Gert er ráð fyrir að varnargarðarnir verði þrír og nefnast þeir Bakkagarður, Fjarðargarður og Öldugarður. Framkvæmdin er háð lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Hafnarráði líst í meginatriðum vel á framkvæmdina en bendir á að með tilkomu þessa mannvirkis þurfi að huga að nýjum stað fyrir húsbílastæði bæjarins sem að langmestu leyti þjónar farþegum Norrænu.. Hafnarmálaráði finnst rökrétt að svona stór framkvæmd skili sem mestu fyrir samfélagið til framtíðar. 

 

8. Landtenging við Norrænu.

Smyril Line hefur samþykkt að taka þátt í kostnaði við fýsileikakönnun um landtengingu Norrænu á Seyðisfirði. Hafnarráð fagnar því og hefur sömuleiðis samþykkt þáttöku í verkefninu fyrir sitt leyti.

 

9. Söfnunarkassar – erindi frá Endurvinnslunni ehf.

Hafnarráð samþykkir söfnunarkassa við Strandarbakka en setur það sem skilyrði að það verði tryggður umsjónaraðili sem sjái um umhirðu söfnunarkassans.

 

Fundi slitið kl. 19.14.