3. fundur í hafnarmálaráði 31.03.20

3. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2020

Þriðjudaginn 31. mars 2020 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í Zoom fjarfundi. Hefst fundurinn kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.

Unnar B. Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B-lista mætti ekki.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. 

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Tillaga að breytingu á gjaldskrá hafnarinnar.

Hafnarmálaráð samþykkir tillögu að breytingu á gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

2. Fjármál, ársreikningur – fyrri umræða. Sigurður Álfgeir mætir á fundinn undir þessum lið og fer yfir drög að ársreikningum.

„Lögð fram drög að ársreikningi hafnarsjóðs fyrir árið 2019 – trúnaðarmál. Farið yfir helstu niðurstöður og skýringar.

„Hafnarmálaráð samþykkir ársreikning hafnarsjóðs til fyrri umræðu og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn."

 

3. Húsnæðismál lögreglustjórans á Austurlandi.

Pétur Bolli Jóhannesson og Pétur Fenger frá Fjársýslu ríkisins höfðu boðað komu sína til Seyðisfjarðar til þess að ræða við hafnarstjóra, yfirhafnarvörð og formann hafnarmálaráðs varðandi húsnæðismál lögreglustjórans á Austurlandi. Áhugi er á að ræða þá tillögu sem lögð var fram á síðasta ári sem og aðra möguleika. Af fundinum varð ekki vegna samkomubanns.

 

4. Verkráð - Ástandskönnun burðarvirkja í Angró.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að leggja fram stöðuuppfærslu og tillögu að næstu skrefum í endurbótum á Angró. Hafnarstjóra falið að yfirfara verkefnið með Trévinnustofunni ehf og skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi næsta verkþátt og leggja fram tillögu að samningi fyrir Hafnarmálaráð á næsta fundi ráðsins.

 

Húsafriðunarnefnd hefur veitt styrk upp á 3,6 milljónir í verkefnið. 

 

5. Erindi:

5.1. Sambandið – 02.03.2020 - Fundargerð 420. fundar Hafnarsambandsins og 21. fundur Siglingaráðs.

Lögð fram til kynningar.

 

5.2. Sambandið – 25.03.2020 – Fundargerð 421. fundar Hafnarsambandsins og 22. fundur Siglingaráðs.

Lögð fram til kynningar.

 

5.3. Cruise Iceland – 16.01.2020 – fundargerð stjórnar.

Lögð fram til kynningar.

 

5.4. Cruise Iceland – 26.02.2020 – Fundargerð stjórnar.

Lögð fram til kynningar.

 

5.5. Cruise Iceland – 27.02.2020 – Aðalfundur, fundarboð.

Aðalfundi hefur verið frestað.

 

5.6. Cruise Iceland – 13.03.2020 – Fundargerð fjarfundar vegna COVID-19.

Lögð fram til kynningar

 

5.7. Cruise Europe - 28.03.2020 – frestun viðburða vegna COVID-19.

Lagt fram til kynningar

 

6. Efla – drög að samningi vegna landtengingar Norrænu.

Ekki hefur enn tekist að fullklára samninginn vegna ástandsins í heiminum. Málið áfram í vinnslu.

 

7. Hafrannsóknarstofnun – Áhættumat vegna fiskeldis á frjóum laxi í opnum sjókvíum.

Hafnarstjóra falið að afla nánari upplýsinga og leggja fyrir næsta fund.

 

Fundi slitið kl. 17.55.