4. fundur í hafnarmálaráði 08.04.19
4. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019
Mánudaginn 8. apríl 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Hefst fundurinn kl. 14:00
Fundinn sátu:
Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,
Guðjón Már Jónsson L-lista,
Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.
Unnar Sveinlaugsson, áheyrnafulltrúi B – lista mætti ekki.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri.
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá
1. Ársreikningur Hafnarsjóðs fyrir 2018
Lögð fram drög að ársreikningi Hafnarsjóðs fyrir árið 2018 – trúnaðarmál.
„Hafnarmálaráð samþykkir drögin og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.“
Fundi slitið kl. 14:49.