4. fundur í hafnarmálaráði 28.04.20

Þriðjudaginn 28. apríl kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í Zoom fjarfundi. Hefst fundurinn kl. 16:15

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.

Unnar B. Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B-lista mætti ekki.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. 

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Formaður óskar eftir að eftirfarandi afbrigði verði tekið fyrir; nr. 9: Ársreikningur 2019 til síðari umræðu.

 

Gerðir fundarins:

1. Hönnun aðgengis við Ferjuhús – Yfirhafnarvörður og  Júlía Martin mæta á fundinn undir þessum lið og fer Júlía yfir tillögur sínar.

Hafnarmálaráð þakkar Júlíu fyrir góða kynningu og áhugaverða hönnun. Í ljósi aðstæðna telur hafnarmálaráð ekki tímabært að fara í þetta verkefni að sinni en málið fer í áframhaldandi vinnslu þegar aðstæður breytast.

Varðandi tillögu um sölubása þá er hafnarmálaráð opið fyrir henni en kallar eftir frekari upplýsingum um verkefnið.

Júlía vék af fundi kl. 16:45

 

2. Fjármál.

2.1. Lántaka hjá Lánasjóði Sveitarfélaga o.fl. er varðar fjármál hafnarinnar.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að undirbúa lán fyrir hafnarsjóð, allt að 40 milljónir og leggja til afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.2. Átak til viðspyrnu - Minnisblað frá Rúnari Gunnarssyni yfirhafnarverði. 

Yfirhafnarvörður fer yfir möguleg viðhaldverkefni og möguleg aukin verkefni á höfninni til viðspyrnu vegna atvinnuleysis. Málin rædd.

Rúnar vék af fundi kl. 17:10.

 

3. Angró – staða mála, minnisblað frá Úlfari Trausta skipulags- og byggingafulltrúa. Drög að framhaldssamningi við verktaka.

Hafnarstjóra falið að ganga frá samningi og að tryggja að kostnaður fari ekki framúr fjárheimildum. Einnig að skoða með skipulags- og byggingarfulltrúa reglur um endurgreiðslu virðisaukaskatts. 

 

4. Sjóvarnir við Sæból – staða mála.

Staðfest hefur verið munnlega að styrkveitingu úr hafnarbótasjóði til sjóvarna við Sæból hafi verið flýtt til ársins í ár og mun Vegagerðin annast umsýslu með framkvæmdinni.

 

5. Cruise Iceland – 22.04.2020 – Ársskýrsla og fundargerð frá fundi stjórnar 18.04.2020

Lagt fram til kynningar.

 

6. Markaðsátak – AMÍ fullrúi, beiðni um samstarf.

Hafnarmálaráð þakkar erindið og samþykkir að veita 500.000  kr. styrk til verkefnisins.

 

7. El Grillo – Minnisblað frá fundi með Umhverfisstofnun vegna málsins mánudaginn 27. apríl.

Lagt fram til kynningar.

Stefnt er að því að varðskipið Þór komi til Seyðisfjarðar í lok maí til að loka fyrir olíulekann frá El Grillo. Hafnarmálaráð fagnar þessum tímamótum og þakkar Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra fyrir góð viðbrögð.

 

8. Tækniminjasafnið - 27.04.2020 – tilboð til hafnarinnar um kaup á skemmu og tillaga að samkomulagi vegna umsýslu með Angró.

Hafnarmálaráð hefur áhuga á að ganga til samninga við Tækniminjasafnið og felur hafnarstjóra að fá nánari upplýsingar og að ræða við stjórn safnsins um málið.

 

9. Ársreikningur 2019 til síðari umræðu.

Lögð fram drög að ársreikningi hafnarsjóðs fyrir árið 2019. Farið yfir helstu niðurstöður og skýringar.

„Hafnarmálaráð samþykkir ársreikning hafnarsjóðs og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn."

 

Fundi slitið kl. 18:51.