5. fundur í hafnarmálaráði 04.05.20

5. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2020

Þriðjudaginn 4. maí kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í Zoom fjarfundi. Hefst fundurinn kl. 12:30

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 vegna samdráttar í tekjum kaupstaðarins sem og vegna aukinna útgjalda til að mæta viðspyrnu í ljósi COVID-19.

 

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2020:

Viðauki nr. 9, Deild 4100 Hafnarsjóður: Tekjur innan við það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, Tekjuminnkun samtals 80.000.000 króna, Útgjöld innan þess það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun um 16.000.000 króna. Samtals nettó breyting 64.000.000 króna.

Nettóbreyting viðauka er 64.000.000 króna í reikningshaldi kaupstaðarins og Hafnarsjóðs. Aukum útgjöldum í viðaukanum verður mætt með lántöku að fjárhæð kr. 40.000.000 og af handbæru fé sveitarfélagsins     .

 

Hafnarmálaráð leggur fram eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

„Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka“

 

Fundi slitið kl. 12.42