5. fundur í hafnarmálaráði 08.05.19

5. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019 

Miðvikudaginn 8. maí 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Hefst fundurinn kl. 16:15.

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.

Unnar Sveinlaugsson, áheyrnafulltrúi B - lista

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. 

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Formaður óskar eftir að eftirfarandi afbrigði verði tekin fyrir; nr. 14 Samkomulag við Herðubreið varðandi salernisaðstöðu og nr. 15 sjóvarnir við Sæból.

 

Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. Ársreikningur 2018 – fulltrúi frá Deloitte fer yfir ársreikninginn.

Lögð fram drög að ársreikningi hafnarsjóðs fyrir árið 2018 – trúnaðarmál. Farið yfir helstu niðurstöður og skýringar.

„Hafnarmálaráð samþykkir ársreikning hafnarsjóðs og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn."

 

2. Úttekt vegna framkvæmda á áhaldahúsinu.

Hafnarstjóri fer yfir stöðu mála, áfram í vinnslu.

 

3. Markaðsmál hafnarinnar.

Málin rædd.

 

4. Hlið á Strandarbakka.

Undir þessum lið mætir yfirhafnarvörður kl. 18:10

 

Fyrir liggja tilboð frá fimm aðilum í rafmagnshlið fyrir Strandarbakka.

Málið áfram í vinnslu.  

Yfirhafnarvörður víkur af fundi 18.20

 

5. Fundargerð Cruise Iceland frá 22.02.2019.

Lögð fram til kynningar

 

6. Fundargerð Cruise Iceland frá 22.03.2019.

Lögð fram til kynningar

 

7. Cruise Iceland – FAM ferð.

Fulltrúar frá fjórum skipafélögum eru væntanleg í heimsókn til Seyðisfjarðar þann 21. maí n.k.

 

8. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 412. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 10.04. 2019.

Lögð fram til kynningar.

 

9. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 411. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 22.03. 2019.

Lögð fram til kynningar.

9.1. fundur Siglingaráðs frá 8. nóvember 2018.

Lögð fram til kynningar.

9.2. fundur Siglingaráðs 13. desember 2018.

Lögð fram til kynningar.

9.3. fundur Siglingaráðs frá 10. janúar 2019.

Lögð fram til kynningar.

9.4. Fundur Siglingaráðs frá 7. febrúar 2019.

Lögð fram til kynningar.

 

10. Cruise Iceland 16.04.2019 - Sérreglur Horndstrandaáætlunarinnar á ensku.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Cruise Iceland 16.04.2019 - Sérreglur Horndstrandaáætlunarinnar á íslensku.

Lagt fram til kynningar

 

12. Króli - Flotbryggja.

Hafnarstjóra falið að  fá álit lögfræðings á málinu og að matsmaður verði fenginn til að meta tjón á bryggjunni.

 

13. Fjármál.

Hafnarstjóri fer yfir stöðu mála.

 

14. Samkomulag við Herðubreið varðandi salernisaðstöðu.

Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

 

15. Sjóvarnir við Sæból.

Hafnarstjóra falið að fá kostnaðaráætlun og senda inn umsókn til Siglingasviðs Vegagerðarinnar.

 

Fundi slitið kl. 20.04.