6. fundur í hafnarmálaráði 08.10.18

Fundargerð 6. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2018

Mánudaginn 8. október 2018 kemur  hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hefst  fundurinn kl. 16:00.

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Skúli Viginsson D- lista,

Unnar Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.

 

Fundargerð ritaði hafnarstjóri.

 

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr 13

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 405. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Lögð fram til kynningar.

 

2. Erindi:

2.1. HAFIÐ – Öndvegissetur 6.09.18. Ráðstefnan; Making Maritime Applications Greener. Lagt fram til kynningar.

2.2. Hafnasamband Íslands 11.09.18. Samstarfsyfirlýsing um framkvæmd vigtunar og eftirlit. Lagt fram til kynningar.

2.3. Vegagerðin 17.09.18. Hafnarframkvæmdir og tilkynningar. Lagt fram til kynningar.

 

3. Sala lausafjármuna, bifreið, hafnarskúr. Afrgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

4. Fjármál 2018 – Viðaukar – Afgreiðslu frestað – óskað eftir skýringum á viðaukum.

 

5. Strandarsíldarbryggja. Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 

6. Starfsáætlun fyrir árið 2019. – lögð fram til kynningar

 

7. Fjárhagsáætlun 2019-2022  -Áfram í vinnslu

 

8. Hafnarreglugerð – endurskoðun. – Áfram í vinnslu.

 

9. Frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins vegna lögreglustöðvar. Nýjum hafnarstjóra falið að kanna stöðu mála.

 

10. Hafnasambandsþing 2018. – Fundarboð. Seyðisfjarðarhöfn sendir fulltrúa á fundinn.

 

11. Öryggisstjórinn – verkefnaskýrsla og þjónustusamningur – Áfram í vinnslu.

 

12. Skýrsla markaðsstjóra vegna Seatrade Med í Lissabon í september s.l. – Lögð fram til kynningar.

 

13. Viðhaldsverkefni – ástandsúttekt, gagnavinna ofl. vegna móttöku skemmtiferðaskipa.  Samþykkt að ganga til samninga við Skálanes náttúrusetur.Hafnarstjóra falið að ganga frá samkomulagi við Skálanesseturs vegna verkefnisins.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 19.02.