7. fundur í hafnarmálaráði 13.08.19
7. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Hefst fundurinn kl. 16:15.
Fundinn sátu:
Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,
Guðjón Már Jónsson L-lista,
Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.
Unnar Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi mætti ekki.
Undir lið 1 og 2 Rúnar Gunnarsson yfirhafnavörður.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri.
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Efla – 21.06.2019 - Landtenging Norrænu
Brynjar Bragason, rafmagnstæknifræðingur frá Eflu, mætir á fundinn og kynnir verkefnið. Brynjar fór yfir skýrslu sem var unnin til að skoða landtengingu Norrænu á Seyðisfirði. Hafnarmálaráð er mjög jákvætt gagnvart verkefninu, næsta skref er að kanna hug Smyril Line en Efla mun halda kynningarfund með þeim á næstunni. Hafnarstjóra falið að fylgja erindinu eftir.
2. Fjármál - Fjárhagsrammi hafnarinnar.
Farið yfir ramma hafnarinnar og ýmislegt rætt. Annars lagt fram til kynningar.
3. Beltun Bjólfsbakka – verkefnalok.
Uppgjör vegna verkefnisins lá fyrir fundinum, heildarkostnaður verkefnisins er kr. 86.452.516. Verkefninu er nú að fullu lokið og gera má ráð fyrir að viðgerðin dugi næstu 20 ár.
4. Angró – lóðarleigusamningur endurskoðaður.
Hafnarstjóra falið að finna lausn á málinu í samstarfi við stjórn Tækniminjasafnsins og byggingarfulltrúa sem fyrst.
5. Áhaldahús – úttekt á endurgerð áhaldahússins.
Rætt um möguleika í stöðunni og hafnarstjóra falið að fá tilboð í gerð úttektar.
6. Rútuaðgengi að ferjuhúsi.
Hafnarstjóra falið að sækja um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða varðandi rútuaðgengi og öryggi því samhliða.
Fundi slitið kl. 18.53.