Hafnarmálaráð 03.04.17

3. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2017

Mánudaginn 3. apríl 2017 kom hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Hófst  fundurinn kl.13:00.

Fundinn sátu: Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Ársreikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2016.

Lögð fram drög að ársreikningi Hafnarsjóðs fyrir árið 2016.

Hafnarmálaráð samþykkir drögin og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

 

2. Viðgerð á Bjólfsbakka.

Farið yfir undirbúning og framkvæmd viðgerðar á Bjólfsbakka sem Köfunarþjónustan ehf vinnur við.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að undirbúa viðauka við framkvæmdahluta fjárhagsáætlunar og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

 

3. Boð frá Smyril Line Cargo.

Lagt fram boð frá Smyril Line Cargo í veislu til að fagna komu Mykines nýjasta flutningaskips félagsins til Þorlákshafnar 7. apríl næstkomandi.

Hafnarmálaráð óskar félaginu og starfsmönnum þess til hamingju með Mykinesið og nýja áfangastaðinn.

Hafnarmálaráð þakkar boðið og samþykkir að þeir fulltrúar sem tök hafa á sæki viðburðinn.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 14:08.