Hafnarmálaráð 05.09.16

8. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2016

Mánudaginn 05.09.16 var haldinn fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Hófst fundurinn kl. 13:00.

Mætt:  Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 386. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

 

2. Erindi:

2.1. Hafnasamband Íslands 19.08.16. Stefnumörkun Hafnasambands Íslands til umsagnar.

Lögð fram drög að stefnu fyrir Hafnasamband Íslands sem stefnumótunarnefnd hafnasambandsins vann fyrir tímabilið 2016-2018.

2.2. Hafnasambands Íslands 19.08.16. Boðun á hafnasambandsþing 2016.

Lögð fram boðun á hafnasambandsþing sem haldið verður á Ísafirði 13.-14. október 2016. Seyðisfjarðarhöfn á 4 fulltrúa á þinginu.

Hafnarmálaráð samþykkir að senda fulltrúa á þingið.

2.3. Umhverfisstofnun 18.08.16. Skýrsla vegna heimsóknar ESA/EMSA 2016.

Lögð fram til kynningar.

2.4. Björgunarsveitin Ísólfur 24.08.16. Fyrirspurn um sjóvarnir.

Í fyrirspurninni er spurst fyrir um áætlanir hafnarinnar um sjóvarnir neðan við hús björgunarsveitarinnar við Hafnargötu 15.

Hönnun og áætlun um frágang svæðisins frá Þórshamri að smábátahöfn er í vinnslu á vegum hafnarinnar. Von er á sérfræðingi í sjóvörnum fljótlega vegna verkefna á vegum Vegagerðarinnar og hafnarinnar og verður þetta verkefni skoðað þar á meðal.

2.5. Hafnasamband Íslands 31.08.16. Skýrsla innanríkisráðherra um stöðu hafna.

Lögð fram til kynningar.

 

3. Starfsmannamál.

Lagðar fram umsóknir um starf yfirhafnarvarðar og verndarfulltrúa Seyðisfjarðarhafnar. Sex umsóknir bárust um starfið. Umsóknarfrestur rann út 31. ágúst s.l. Umsækjendur eru: Freyr Andrésson, Ragnar Mar Konráðsson, Rúnar Gunnarsson, Rúnar Laxdal Gunnarsson, Snorri Emilsson og Örn Heiðberg Kjartansson. Hafnarmálaráð samþykkir að vinna að mati á umsóknunum á grundvelli framlagðra upplýsinga.

 

4. Endurnýjun á Skeifuvog.

Lagt fram tilboð frá Vogir og lagnir ehf í nýja skeifuvog VWUS1210 í stað eldri vogar sem er biluð og slitin.

Hafnarmálaráð samþykkir að kaupa VWUS1210 skeifuvog skv. framlögðu tilboði.

 

5. Fjarðargata 8.

Farið yfir hugmyndir um möguleg kaup á hluta í Fjarðargötu 8 fyrir slökkvilið og almannavarnir.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

6. Markaðsmál.

Undir þessum lið kom Aðalheiður Borgþórsdóttir markaðsstjóri hafnarinnar til fundarins. Lagt fram minnisblað sem hún hefur tekið saman um markaðs og kynningarmál Seyðisfjarðarhafnar 2016. Möguleikar og áskoranir framundan ræddar ítarlega.

Hafnarmálaráð samþykkir að vinna áfram að markaðssetningu hafnarinnar í samræmi við tillögur markaðsstjóra hafnarinnar. Hafnarmálaráð telur að bæta þurfi í umsjón og viðhald innviða vegna aukins ferðamannastraums á Seyðisfirði.

 

7. Ránargata 2.

7.1. Litur á klæðningu.

Hafnarmálaráð samþykkir að nota lit nr. Blu Genziana G5010 á útveggi.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:29.