Hafnarmálaráð 06.06.16

6. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2016

Mánudaginn 06.06.16 var haldinn fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Hófst fundurinn kl. 17:00.

Mætt: Adolf Guðmundsson, Kolbeinn Agnarsson, Unnar Sveinlaugsson, og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 385. Fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 17.05.16.

Lögð fram til kynningar.

 

2. Viðhald Ránargötu 2 – áhaldahúss.

Lagðar fram frumathuganir vegna áætlana um lagfæringar á Ránargötu 2. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að skipta út núverandi klæðningu á veggjum og þaki og setja í stað hennar yleiningar og eða aðra klæðningu.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að vinna áfram að undirbúningi fyrir lagfæringarnar. Miðað verði við að framkvæma verðkönnun vegna þeirra.

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði heimiluð og hafnarmálaráði falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna hennar.

 

3. Dýpkun við viðlegur í höfninni.

Lögð fram til kynningar dýpkunarplön frá Vegagerðinni vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í höfninni.

Hafnarmálaráð gerir ekki athugasemdir við áætlanirnar.

 

4. Landgangur fyrir stærri skip.

Hafnarstjóri kynnti hugmyndir um kaup á landgangi fyrir stærri skip.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:08.