Hafnarmálaráð 07.05.18

Fundargerð 3. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2018

Mánudaginn 07. maí 2017 kom  hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 13:15.

Fundinn sátu:  Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 402. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 19.03.18.

Lögð fram til kynningar.

1.2. Fundargerð 403. Fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 23.04.18.

Lögð fram til kynningar.

2. Erindi:

2.1. Hafnasamband Íslands 16.04.2018. Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2017.

Lögð fram til kynningar.

2.2. Hafnasamband Íslands 4.05.2018. Samstarfsyfirlýsing Hafnasambands Íslands og Fiskistofu.

Lögð fram til kynningar.

3. Bryggja við enda Bjólfsbakka.

Hafnarmálaráð samþykkir að óska eftir tillögum frá siglingasviði Vegagerðarinnar um frágang bryggjunnar.

4. Ársreikningur hafnarsjóðs 2017.

Lögð fram drög að ársreikningi hafnarsjóðs fyrir árið 2017 – trúnaðarmál. Farið yfir helstu niðurstöður og skýringar.

Hafnarmálaráð samþykkir ársreikning hafnarsjóðs og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

5. Flotbryggja.

Fram fer umræða um aukna þörf fyrir viðlegu við flotbryggju.

Hafnarmálaráð samþykkir kaup á flotbryggju á grundvelli framlagðs verðtilboðs og felur hafnarstjóra að vinna áfram að málinu.

6. Fjármál 2018.

Lög fram gögn um fjárhagsstöðu hafnarsjóðs 31.03.2018.

7. Framkvæmdir 2018.

Lögð fram gögn um framkvæmdir 2018 og stöðu þeirra eftir fyrsta ársfjórðung 2018.

8. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir drögum að lánssamningi við Lánasjóð sveitarfélaga ohf sem gerir ráð fyrir lántöku að fjárhæð 7 milljónum króna vegna framkvæmda við hafnarmannvirki.

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2018:

Viðauki nr. 6, deild 4250, Eignir: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 10.000.000 króna, Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni: 42-HAFN 10.000.000.

Viðaukanum verði mætt með lántöku 7.000.000 króna samkvæmt framlögðum lánssamningi og handbæru fé 3.000.000 króna.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 14:39.