Hafnarmálaráð 07.09.20
10. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2020
Mánudaginn 7. september 2020 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu hafnarstjóra, Hafnargötu 44. Hófst fundurinn kl. 9:30 .
Fundinn sátu:
Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,
Guðjón Már Jónsson L-lista,
Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri.
Fundargerð var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
Undir fyrsta lið mættu Skúli Vignisson á Zoom og Zuhaitz Akizu Gardoki kl. 10:00 .
1. Skemman.
Tækniminjasafnið hefur lagt fram gagntilboð til Hafnarsjóðs varðandi Skemmu, Hafnargötu 35 – 37, fastanúmer F2168585. Tækniminjasafnið býður Skemmuna til kaups á kr. 7 milljónir og óskar eftir að leigja skemmuna undir safnmuni til ársins 2022, eða þann tíma sem mun taka að grisja muni og koma þeim í geymslu annarsstaðar.
Skúli og Zuhaitz yfirgáfu fundinn kl. 10:15.
Hafnarmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti að kaupa Skemmuna og leggur tilboðið fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
2. Viðauki
Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2020:
Viðauki nr. 9, Deild 4250 Hafnarsjóður, Flutt er fjárfestingarheimild af Sjóvörnum við Sæból (lykill 4250-11470 – 42-SJÓV) að fjárhæð 7.000.000 króna yfir á Skemman (lykill 4250-11470 – 42-HAFN) að fjárhæð 7.000.000.
Nettóbreyting viðauka er 0 krónur í reikningshaldi Hafnarsjóðs.
Fundi slitið kl. 10:30.