Hafnarmálaráð 07.11.16

11. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2016

Mánudaginn 7.11.16 var haldinn fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 13:00.

Mætt:  Adolf Guðmundsson, Kolbeinn Agnarsson, Unnar Sveinlaugsson og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

 

1. Fundargerðir:

1.1.  Fundargerð 388. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

 

2. Fjármál 2016.

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu 30.09.2016.

Lagðar fram tillögur um viðauka nr. 30-35 2016 í eftirfarandi deildum:

Viðauki nr. 30, deild 4101. Almenn hafnargjöld, tekjur innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 16.900.550 kr.

Viðauki nr. 31, deild 4105 Seld þjónusta, tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, tekjur samtals 3.775.000 kr.

Viðauki nr. 32, deild 4106 Rafmagn og vatn endursala, tekjur lægri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 1.900.000 kr.

Viðauki nr. 33, deild  Hafnarmannvirki.  Útgjöld umfram áætlun; vegna úrgangsmála og viðhalds, útgjöld samtals 2.200.000 kr.

Viðauki nr. 34, deild Hafnarhús. Viðhald og endurbætur, útgjöld samtals 550.000 kr.

Viðauki nr. 35, deild 5710506, Áhaldahús. Viðhald viðgerð á þaki, útgjöld samtals 20.000.000 kr. Jafnað að hluta af deild 5310006, Hafnarmannvirki.

Nettóbreytingin nemur 31.775.000 króna gjaldamegin í reikningshaldi kaupstaðarins.

Hafnarmálaráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti. Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir tillögur um viðauka 30 til 35 og að þeim verði mætt af handbæru fé.“

 

3. Gjaldskrá fyrir árið 2017.

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir höfnina fyrir árið  2017.

Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.“

 

4. Fjárhagsáætlun 2017. 

Lögð fram yfirlit, vinnulisti tegundaáætlunar.

Hafnarmálaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

5. Markaðsmál.

Lögð fram gögn frá markaðsstjóra hafnarinnar um markaðsmál.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:27.