Hafnarmálaráð 14.12.16

12. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2016

Miðvikudaginn 14.12.16 var haldinn fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 10:00.

Mætt:  Adolf Guðmundsson, Kolbeinn Agnarsson, Unnar Sveinlaugsson og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Ránargata 2.

1.1. Hönnun innanhúss.

Fundurinn hófst með vettvangsferð í Ránargötu 2. Þar sem farið var yfir tillögur Gunnlaugs Friðjónssonar bæjarverkstjóra og Kristjáns Kristjánssonar um notkun hússins og fyrirkomulag við uppsetningu innviða þess og fleiri breytingar.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að láta teikna nauðsynlegar teikningar af innveggjum og milliloftum í húsinu og uppfæra teikningar af húsinu með nauðsynlegum breytingum miðað við að áhaldahús og slökkvistöð verði í húsinu. Hafnarmálaráð samþykkir jafnframt að gert verði ráð fyrir kyndingu með varmadælum og að verkstæðishurðum verði fjölgað um tvær á suðurhlið.

1.2. Samningur við byggingarstjóra.

Lagður fram til kynningar samningur vegna byggingarstjórnunar við Þorstein Erlingsson og viðauki við samninginn.

1.3. Vöntun á sökkulvegg undir austurgafli.

Lögð fram tillaga frá byggingarstjóra um byggingu sökkulveggs undir austurgafli hússins. Hafnarmálaráð hefur áður veitt samþykki fyrir byggingu hans.

 

2. Fundargerðir:

2.1.  Fundargerð 389.fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 11.11.16.

Lögð fram til kynningar.

 

3. Erindi:

3.1. Hafnasambands Íslands 16.11.16. Ályktun hafnasambandsþings um umhverfismál.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Umhverfisstofnun 30.11.16. Endurskoðun áætlunar vegna móttöku og meðhöndlunar úrgangs og farmleifa frá skipum.

Lögð fram til kynningar. Áætlunin er í vinnslu yfirhafnarvarðar.

 

4. Svæði fyrir tollskyldan varning. – Beiðni frá Smyril Line Cargo.

Tekin fyrir beiðni frá fundi hafnarstjóra með Sigfinni Mikaelssyni frá Smyril Line Cargo um svæði fyrir fyrirtækið fyrir tollskyldan varning.

Hafnarmálaráð tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að svara því í samræmi við umræður á fundinum.

 

5. Gámasvæði, sjóvörn og girðing.

Farið yfir endurbætur sem vinna þarf á á gámageymslusvæði á Bjólfsbakka.

Hafnarstjóra falið að ræða við Vegagerðina um sjávarnir fyrir svæðið og enda Bjólfsbakka.

 

6. Flotbryggja, færsla og viðhald.

6.1. Færsla minni flotbryggjunnar að lóð við Hafnargötu 15.

Rætt um tillögu um mögulega færslu og afleiddar aðgerðir.

6.2. Viðhald minni flotbryggjunnar keðjur og festingar.

Hafnarmálaráð felur yfirhafnarverði að framkvæma nauðsynlegt viðhald.

 

7. Fjármál 2016.

Farið yfir og rædd ýmiss fjármálatengd atriði vegna móttöku ferðamann á vegum hafnarinnar.

 

8. Gjaldskrá fyrir árið 2017.

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir höfnina fyrir árið  2017.

Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.“

 

9. Fjárhagsáætlun 2017. 

Lögð fram yfirlit, vinnulisti tegundaáætlunar.

Hafnarmálaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:41.